Pólitísk siðferðisröskun skerðir alltaf dómgreindina

Alþingi Íslands gafst upp við að afgreiða siðferðislegt prófmál. Þetta varð ýmsum efni til vonbrigða en auðvitað var aldrei við því að búast að löggjafarþingið kæmist óskaddað frá þessum átökum nú fremur en áður á næstliðnum árum.

Ekki þurfti langan tíma til að hlýða á umræður gærdagsins á Alþingi þar sem rædd var afgreiðsla þingmannanefndarinnar á málskoti til Landsdóms.

Málið fékk dramatíska umræðu þar sem höfðað var til samúðar með meintum sakbornigum. Nokkrir leyfðu sér þó að grípa til rökhyggjunnar. Einn þekktasti skylmingaþræll Sjálfstæðisflokksins minnti á að nafngreindir ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu axlað sína ányrgð með því að hverfa af vettvangi stjórnmála.

Þetta viðhorf á ég afar erfitt með að samþykkja.

Ég minni á það að enginn þessara tilgreindu fyrrverandi ráðherra hefur viðurkennt nokkra ábyrgð.

Af öllum þein 147 einstaklingum sem rannsóknarnefndin spurði þeirrar spurningar hvort þeir teldu sig seka um einhver þau efni sem tengja mætti við aðdraganda hruns íslenska fjármálakerfisins svaraði enginn játandi- enginn!

Hvernig axlar maður ábyrrgð á ógæfu sem hann neitar að hafai valdið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Hvernig axlar maður ábyrgð á ógæfu sem hann neitar að hafa valdið?"

Fjári er þetta góð spurning. Verður ekki Gladiatorinn að svara henni?

Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Veit ekki Birgir minn. Þekki ekki Gladiatora. Er eitthvað á þeim að græða?

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 15:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það hlýtur að vera! Má ekki græða á öllu? Er að smíða færslu sem ég set inn fyrir kvöldmat. Stal slatta úr þessari hér að ofan. Þú sækir málið svo fyrir Héraðsdómi Reykjaness!

Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er "mikil áskorun" eins og nú er í tísku að segja.

"Seint mundi Gunnar frændi minn á Hlíðarenda hafa runnið fyrir hvítum mörvamba af Álftanesi." 

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 16:18

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

leiðr. Skammt.......... en ekki seint.

Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 16:20

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Geir, Guð blessi hann, hvarf af heilsufarsástæðum, það gerði Solla líka. Árni dýri, sem hefur aldrei haft neitt persónufylgi, gerði sér ljóst að Mathiesen "veldið" gamla orkaði ekki lengur að tryggja honum sæti á framboðslista og því fór hann aftur í hundana.

Björgvin, ja hann fór í frí eins og Þorgerður því þau öxluðu svo mikla ábyrgð (hehehehe), nú er Þorgerður orðin þreytt í öxlunum og hefur lagt frá sér ábyrgðina, en spurningin er hvort Björgvin hafi hana enn á öxlunum? Veit það einhver?

Það hefur ekki, fram að þessu, verið vandamál á Íslandi að láta menn axla ábyrgð sinna gjörða, hvort sem þeir kannast við hana eða ekki. En núna eru nýir tímar, nýtt Ísland og ný viðmið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 07:41

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Axel Jóhann. Kannski hættir okkur til að horfa eingöngu á stjórnmálamennina og viðbrögð þeirra. Gleymum því ekki að stór hluti þjóðarinnar er ennþá meðvirkur og í bullandi afneitun þegar talað er um að draga einhvern til ábyrgðar.

Þá er stundum langt seilst til röksemdanna.

Niðurstaða mín er sú að ég óttast meira viðbögð þjóðarinnar en hroka pólitíkusanna sem eru mikið skemmt fólk. 

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 08:36

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já satt er það Árni, ég get vel skilið þegar menn verja sína nánustu út fyrir alla skynsemi. En að gera það í pólitíkinni er mér öllu torskildara. Það ætti í rauninni að vera þver öfugt.

Mér bregður, sem Krata af gamla skólanum, lítt eða ekkert að fá spörk frá Íhaldinu eða Framsókn, því ég reikna ekki með öðru þaðan. En þegar manns eigin samherjar sparka í mig eða bergðast vonum mínum, þeir sem síst skildu, þá svíður undan og það illa. Ingibjörg brást, Björgvin brást þó í minna mæli væri. Auðvitað á að ákæra þau en ef þau eiga sér ríkar málsbætur eða teljast ekki sek í Landsdómi þá fá þau sýknu, sem verður þeim, til lengri tíma litið, betra en engin ákæra og að hafa ófallin dóm þjóðarinnar yfir sér ævilangt. Ef Íhaldið vill ekki refsa sínum mönnum er það þeirra vandamál.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.9.2010 kl. 14:56

9 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Líkt og umræðan hefur verið frá hruni og sér í lagi eftir að skýrsla RNA kom út, þá er þjóðin, eða stór hluti hennar búinn að dæma áðurnefnda ráðherra og einhverja fleiri seka, burtséð frá því hvað landsdómur, segir og gerir.

 Nái einhver eða allir ráðherranir að verja sig á þann hátt, að kærur verði látnar niðurfalla, eða þeir sýknaðir, þá er það ekki endilega það sem þjóðin mun vilja, þegar þar að kemur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 22:00

10 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kristinn Karl. Það er raunar afar varasamt að líta til þjóðarinnar sem einhvers safns af aulum. Það er líka niðurlægjandi fyrir þá sem leyfa sér að vera á annari skoðun en háværasti hópur þeirra sem hafa sýnt glögg merki afneitunar og meðvirkni að vera stimplaðir sem viljalaus verkfæri haturs og heiftar sem eigi sér ekkert bakland í sanngirni og réttsýni.

Ég gef mér það að í Landsdóm sé skipað fólki með góðan bakgrunn í nokkurri reynslu af að umgangast vandasöm verkefni með virðingu og af alúð. Ég gef mér að það fólk hafi greiðan aðgang að faglegri ráðgjöf og bestu haldbærum upplýsingum um sakarefni.

Ég treysti þessum nýja dómsfarvegi nokkuð vel enda var hann yfirfarinn af færasta sérfræðingi í stjórnsýslurétti þjóðarinnar á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Árni Gunnarsson, 24.9.2010 kl. 23:02

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég efast ekki um fagmennsku landsdóms, öðru nær.  Ég er bara að benda á það, að hljómi dómur landsdóms öðruvísi en dómur þjóðarinnar, þá er ekki þar með sagt að þjóðin, sætti sig við slíkt þegjandi og hljóðalaust. 

 Þjóðin eða sá hópur sem ég kalla þjóðina, þarf samt ekki endilega að vera meirihluti hennar, heldur bara sá hluti hennar er hæst hefur, hverju sinni.

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.9.2010 kl. 23:12

12 identicon

Eins og ég gerði oftar en tuttuogsjösinnum, skeit í heyið og kenndi öðrum um lyktina, fór svo í felur og kenndi öllum öðrum um. Og Gvöð hjálpi mér á hinnsta degi fyrir alla lygina!!!! 

Lágfóta lipurtá (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 23:29

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kristinn Karl. Það eru ný rök að dómstóll sé gagnslaus vegna þess að ekki sé vissa fyrir því fyrirfram að einhverjum háværum hluta þjóðarinnar hugnist niðurstaðan.

En þau eru nú orðin svo mörg andlitin á réttlætiskennd þeirra sem telja ráðherra ósnertanlegt fólk.

Og nú spilaði Bjarni Ben. út trompásnum. Hann hótar Steingrími og Jóhönnu því að kæra þau fyrir Landsdómi vegna viðbragðanna eftir dóm Hæstaréttar í vaxtamálinu.

"Það getur verið að babbi minn sé róni. En langar þig að ég seiji þá öllum að hún amma þín var soleiðis bara rosaleg mella og svaf oft hjá honum Jobba með rauðanefið?" 

Þetta gæti hafa verið háttvirtur þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksis.

Árni Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 23:07

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vertu óhræddur Kristinn Karl og skoðaðu málið. Það eru litlar líkur á að 6 fyrrverandi samráðherrar (7?) telji sér fært að vísa ákærunni til dóms. Enginn þarf að ætlast til þess að þeir hafi þann þroska að gera annað hvort að sitja hjá eða kalla til varamenn.

Þá fer nú þeim að fækka sem ganga ófatlaðir til þessarar atkvæðagreiðslu.

Árni Gunnarsson, 25.9.2010 kl. 23:12

15 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Þú kallar ekki inn varamenn á Alþingi, nema þú verðir tvær vikur eða lengur í burtu.  Þetta er ekki eins og í borgarstjórn, þar sem þú getur skipt þínum varamanni inná, rétt á meðan þú skreppur til mömmu í mat.

 En hvort sem að maður eigi að taka orð Bjarna Ben alvarlega eða ekki.  Þá er ein sökin sem borin er á ráðherrana, að hafa ekki verið með einhverja áætlun, eða viðbragðsplan, þar sem hætta var yfirvofandi.  Ekki voru núverandi stjórnvöld með slíkt þegar fyrri Hæstaréttardómurinn féll.   Reyndar er ekki séð fyrir endann á þeim ósköpum, því að lagasetningin, sem Árni Páll boðaði um daginn, stenst örugglega ekki jafnræðisreglu Stjórnarskárinnar, þannig að eitthvað verður nú tjónið meira, en menn vilja meina.

Kristinn Karl Brynjarsson, 25.9.2010 kl. 23:37

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kristinn Karl, mér er fullkunnugt um þessar forfallareglur en hef ekki séð nein merki þess að þær hafi valdið háttvirtum miklum áhyggjum. Hef þó fylgst lengur með störfum Alþingis en þú af skiljanlegum ástæðum.

Annars nenni ég nú varla að gera svo líitið úr mér öllu lengur að eltast við hártoganir um tittlingaskít sem nú er orðinn að aðalatriðum í þessu alvarlegasta máli íslenskrar stjórnmálasögu.

Það sem upp úr stendur að íslenskt samfélag er helsjúkt af pólitískri spillingu sem tengist - og á rætur í hagsmunatengingum fjármála og stjórnmála og skákin er tefld á Alþingi Íslendinga. Þar situr mikill fjöldi ómerkilegra einstaklinga sem eru hagsmunagæslumenn samtaka og einstaklinga sem eiga mest undir því að ævinlega sé þeirra hagsmuna gætt umfram almannahag ef valið stendur um það.

Íslenskt samfélag er komið að hættumörkum siðrænnar úrkynjunar af völdum þessa óhugnaðar enda þrífst hann ekki nema fjölmiðlar og nytsamir kjósendur séu virkir í þátttökunni.

Og það þarf kjark til að viðurkenna að vera einn af þátttakendunum; einn af nytsömu sakleysingjunum.

Ég tek mér leyfi til að tala af nokkurri einurð um þetta. Og ég skýri það með því að á allt frá því að ég ungur maður hóf þátttöku í pólitísku starfi hef ég risið upp og andmælt fullum rómi hverjum þeim óheilindum og tvöfeldni sem ég hef komið auga á að væri að þróast. Þar hef ég engum hlíft enda oft verið litinn hornauga.

Í dag sé ég að skelfilegustu efnahagslegar hamfarir Íslandssögunnar eiga að hafa komið eins og kröpp lægð sunnan úr hafi og enginn beri ábyrgð á stýrisvaktinni í brúnni.

Af 147 nafngreindum einstaklingum í Rannsóknarkýrslunni frægu hefur enginn játað mistök eða ábyrgð! 

Og pólitíska hænsnabúið á Alþingi Íslendinga mun að fullum líkindum taka undir þetta.

Hertu upp hugann Kristinn Karl. Það verður enginn af þínum mönnum brenndur á Alþingi á haustþingi!

Og engri pólitískri hóru drekkt.

Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband