3.10.2010 | 18:07
Svo sárt, svo sárt, en það má ekki tala um það!
Nú verður uppi fótur og fit. Ætla nú prestarnir að taka til máls um pólitík? Hvað er eiginlega á seyði?
Eiga prestanir ekki að vera hljóðir og spakir og láta sér nægja að biðja fyrir öllum?
Ég er afar hræddur um að nú verði blásið til hernaðar gegn þessum voðalegu guðleysingjum sem hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að þjóðin þurfi á pólitísku uppgjöri við fortíð sína að halda og þá neyð sem af "einhverjum orsökum blasir" við stórum hluta þjóðarinnar og þeim þó mest sem minnstar hafa varnirnar.
Hversu margir skilja að starf prestins er pólitískasta starfið af öllum opinberum störfum? Það er nefnilega svo að flest það sem snertir daglegt líf fólksins í þessu landi er pólitíks eðlis og í beinum tengslum við pólitískar ákvarðanir eða pólitíska samfélagsblindu og þar með pólitíska þögn og aðgerðarleysi.
Þess vegna er það er mikill misskilningur að afskipti prestanna af samfélagshræringum séu utan við þeirra verksvið.Og það er nefnilega ekki nokkur flokkspólitískur broddur í þessari ályktun.
Af því góður prestur finnur til með söfnuðinum þegar honum líður illa og hann finnur til skyldu sinnar þegar hann tekur til máls.
Prestar furða sig á niðurstöðu um landsdóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég átta mig ekki fullkomlega á þessu framhlaupi prestana, hvort það er trúarlegt eða pólitíkst. Þetta vekur mig til umhugsunar hvers heims óttaviðbrögð Dómkirkjuprests við völunni sem rauf glugga við þingsetningarmessuna hafi verið.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.10.2010 kl. 18:29
Ég gef mér það Axel að annaðhvort staðfesti þeir eitthvað af mínum skýringum eða þá leiðrétti þær og komi meða aðrar.
Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 18:53
Eru prestar eitthvað undanskildir tjáningafrelsinu frekar en aðrir? Þetta er ekki yfirlýsing frá kirkjunni eða kristnum samfélögum almennt, heldur bara álit nokkurra presta á því sem hefur gerst undanfarið. Ég sé ekkert athugavert við það.
Ívar Kristleifsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 19:22
Er ekki hægt að endurvekja gömlu bannlýsingunna? Það myndi virka eins og þegar Guð dæmdi orminn til að skríða á maganum til eilífðarnóns. Hvað skyldi ormurinn hafa hugsað þegar hann fékk dóminn? "Hélt Guð virkilega að ég gæti flogið?"hefur ormurinn í Eden sjálfsagt hugsað...enn það er einmitt það sem íslensku ormarnir gera allan liðlangan tíman. Fljúga milli staða...ekki geta þeir skriðið á maganum. Til þess eru ýsturnar aldeilis of stórar á þeim...
Óskar Arnórsson, 3.10.2010 kl. 19:39
Grátbrosleg ályktun, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 19:43
Prestar eiga og mega hafa skoðanir á þjóðfélagsmálum eins og allir kæru félagar. Mér finnst þetta heilbrigð ályktun og góð.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.10.2010 kl. 19:58
Guðmundur: Hefði þá ekki verið eðlilegt af þessum pokaprestum að álykta á sínum tíma um níðingsverk útrásarvíkinga og þeirra stjórnvalda sem þá brugðust með þeim afleiðingum að hér birtist eymd og fjölskylduharmleikir af áður óþekktri stærðargráðu ?
hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 20:04
Nú er ég enginn málsvari þessara presta né annara presta og þó allra síst prestastéttarinnar í neinum skilningi. Þess vegna er þessi færsla mín tengd eigin ályktun og mínum skilningi á þessari yfirlýsingu klerkanna.
Enga ástæðu sé ég því til þess að svara fyrir þá.
Hvað þá athugasemd hans Hilmars varðar vil ég bara leiðrétta það að þeir hafi ekki tekið til máls í aðdraganda þessara atburða í samfélaginu ellegar síðar.
Það gerðu nefnilega afar margir prestar í stólræðum og sjálfur heyrði ég það margsinnis þrátt fyrir að sækja þó líklega sjaldnar messur en almennt gerist, enda ekki hneigður til einnar trúar umfram aðrar.
Afar margir prestar þjóðkirkjunnar fordæmdu þá taumlausu græðgi og neysluhyggju sem hér var farin að þróast hratt og vöruðu sterkt við öllum þeim afleiðingum sem óhjákvæmilega myndu fylgja í kjölfarið.
Kveðja,
Árni Gunnarsson, 3.10.2010 kl. 20:37
Árni: Ég geri töluverðan greinarmun á því hvort einn og einn prestur tjái sig við messur eða á bloggi, og því sem hér á sér stað, þar sem hópur presta kemur sér saman um ályktun sem er mun beinskeyttari en ég hef áður orðið var við frá þessari stétt..
Hefði gjarnan vilja sjá ályktanir af þessum toga fyrr og þegar betur átti við en nú.
kv.
hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 20:46
Ekki það að ég hafi yfirleytt miklar væntingar til prestastéttarinnar.
hilmar jónsson, 3.10.2010 kl. 20:52
Hilmar, er ekki betra að kynna sér málin áður en maður fer að tjá sig? 3ur músarklikkum frá þér eru þessar upplýsingar: http://tru.is/sida/hofundar/g8, þarna getur þú séð að þessi hópur hefur í reynd sagt eitt og annað um hrunið. Kveðja,
guðjón (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 21:44
Prestar og fólk með doktorsgráður í kristni eiga ekki tala opinberlega um þing og dómsstóla, þetta veit hver heilvita maður!
Stjórnálasamtök eins og t.d. SUS, SSK og SUG eru hins vegar hópar koma alltaf með nýja og málefnalega innsýn í þessi mál og vert er að hlusta einungis á slíka hópu um málefni landsins. Það á að banna kristnifræðiálfana að tala um landsmál.
Jonsi (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 01:53
Vænisýki ákveðins hóps manna og kvenna er orðin bráðskemmtileg. Ef einhver skammar hund nágrannans fyrir að skíta á lóðina og nafngreinir hann ekki þá fer í gang herferð hér á blogginu þar sem talað er um nafnlausa hugleysingja sem úthúði sjálfstæðisflokknum.
Árni Gunnarsson, 4.10.2010 kl. 16:50
Ég segi það sama og Guðmundur St. Get ekki tekið þig, Jonsi, alvarlega, ekki að ofan og ekki heldur þegar þú kallar Icesave, skuld ríkisins, eins og þú gerðir í dag í síðu Ómars Geirssonar,
Elle_, 7.10.2010 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.