Ráðgefandi stjórnlagaþing

Nú eru spekingarnir búnir að velta ofan af sér gæruskinninu og komnir með niðurstöðu. Stjórnlagaþingið heimsfræga sem nærri var búið að kollvarpa íslenskri stjórnsýslu skal vera ráðgefandi samkvæmt nýrri fregn af ósköpunum.

Það er bara svoleiðis!

Það stóð afar tæpt að þetta þing næði að verða staðreynd og éta lög og siðareglur okkar andvaralausu þjóðar upp til agna. Þökk sé Jóni Steinari & co í Hæstarétti fyrir að sjá við voðanum í tímaLoL.

En nú stendur til að skipa þetta stjórnlagaþing og gera það bara "ráðgefandi!"

Stóð eitthvað annað til, - gat þessi hópur nokkurn tíman orðið öðruvísi en ráðgefandi,? auðvitað ekki.

Eftir að búið er að ákveða það að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands með breytingar að markmiði er í raun öll þjóðin orðin stjórnlagaþing. Öllum er að sjálfsögðu heimilt að koma hugmyndum sínum á framfæri til þingfulltrúa og síðan til alþingismanna. Stjórnlagaþing setur ekki þjóðinni nýja stjórnarskrá og þess vegna var frumhlaup Óðins Sigþórssonar og í kjölfarið inngrip hæstaréttar glórulaus heimska og gráthlægilegt asnaspark.

Stjórnarskránniverður ekki breytt fyrr en eftir ítarlega umfjöllun alþingis og tvennar alþingiskosningar. Tillögur stjórnlagaþings munu verða ræddar, tættar í sundur og hrærðar saman við hinar og þessar uppskriftir hvaðanæva að.

Hæstiréttur sýndi aðeins af sér í þessu máli að hann er skipaður af þeim stjórnmálamönnum sem í engu vilja slaka tl með endanlegt vald alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Margt ágætt í þessu Árni

Kjarni málsins er að fleiri umgangist stjórnarskrá og grundvallarreglur af tilhlýðilegri virðingu.

Meðan virðinguna vantar - í þeim mæli sem virðist - þá hefur takmarkaðan tilgang að breyta textanum - svo sorglegt sem það annars er - er það samt sannleikur málsins.

Og hvernig á þá að efla virðinguna?

Það e bara ein leið fær. Byrja á því að virða núverandi stjórnarskrá - án vafa - í t.d. þessum tveimur stórmálum.

  1. Fiskveiðistjórninni -
  2. Ríkisfjármálum.

Ef þetta væri gert - færi margt að lagast  - af sjálfu sér... ég tel svo vera....

Kveðja  KP

Kristinn Pétursson, 23.2.2011 kl. 11:22

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt Kristinn. Virðingu fyrir stjórnarskránni getum við hins vegar ekki sett í lög og hvað gerum við þá?

Mín skoðun hefur lengi verið sú að setja þurfi inn í stjórnarskrána skýr ákvæði um stjórnsýsluábyrgð ásamt skýrum viðurlögum ef út af ber. Þá gengur auðvitað ekki að alþingi verði sá vettvangur sem tekur ákvörðun um ákæru eins og dæmið um landsdóm sýndi svo glöggt. 

Árni Gunnarsson, 23.2.2011 kl. 11:32

3 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega - sem aðrir gestir, þínir !

Árni !

Fyrir margt löngu; ákvað ég, að taka öngva afstöðu, til þessa þings - þar sem ég hefi ekki áhuga á, að það fari fram, yfirhöfuð.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 16:57

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott að sjá þig Óskar nú sem alltaf. Það lítur silfrið hver sínum augum og þarna erum við ekki sammála. Ég fagna hverju því skrefi sem vekur mér vonir um aukið lýðræði og byggi þann fögnuð á skelfilegri reynslu minni af íslenskum ríkisstjórnum.

Ég þóttist sjá það í spjalli frambjóðenda að þeir væru flestir þeirrar skoðunar að styrkja þyrfti stöðu kjósenda gagnvart framkvæmdavaldinu sem ævinlega stýrir löggjafarvaldinu eins og þekkt er.

Árni Gunnarsson, 23.2.2011 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband