Hvað segja sjallarnir núna?

Þetta er svaðaleg frétt fyrir það viðkvæma fólk úr Sjálfstæðisflokknum sem missti andlegt jafnvægi og stjórn á skapsmunum sínum þegar þessi kona var fengin til að leiðbeina við rannsókn á hugsanlegum efnahagsbrotum í aðdraganda bankahrunsins. 

Sumir eru ekki búnir að ná sér ennþá og hreyta úr sér ónotum ef nafn hennar ber á góma.

Sumum finnast þessi viðbrögð undarleg og jafnvel óskiljanleg.

Sumum ekki.


mbl.is Joly fær norsk verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segja íbúar í frakklandi fúlir í skapi þar er hún með 3% fylgi sem forsetaframbjóðandi en vel yfir 50 % sem óheiðarlegur stjórnmálamaður

e.s er ekki sjálfstæðismaður

sæmundur (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 16:18

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæmundur, frakkar hafa aldrei verið þekkir fyrir að flagga öðru en frönsku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2012 kl. 18:48

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er þetta nokkuð ósjálfráð skrift sæmundur minn eða hvað sem þú kannt nú að heita?

Annars er ég bara ekki nægilega greindur til að skilja hvernig þessar kannanir sem þú segir að hafi verið gerðar í frakklandi /með litlum staf/ - koma þessari fýlu íslenskra frjálshyggjumanna við.

Árni Gunnarsson, 21.3.2012 kl. 19:35

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er nú bara sannleikur sem Sæmundur skrifar hér. Norðmenn eru álíka sveita og smásálarlegir og Íslendingar og flagga sinni manneskju, af því hún er fræg í Frakklandi. Þeir eru bara enn ekki búnir að átta sig á fyrir hvað hún er helst fræg. Ef þeir gerðu það, væru þeir ekki að þessu flaggelsi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.3.2012 kl. 09:57

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt Gunnar minn.

Einu sinni skáti, alltaf skáti!

X D

Árni Gunnarsson, 22.3.2012 kl. 17:09

6 Smámynd: Elle_

Skil ekki hvað sumir gleyma sífellt fúla Jóhönnugenginu eins og þau hafi bara alls ekki verið þarna.  Við sáum þau og þau eru enn í spillingunni.

Elle_, 23.3.2012 kl. 21:59

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég skil ekki alveg Elle E. Hvar kemur fúla Jóhönnugengið að þessari norsku verðlaunaveitingu?

Og aldrei skildi ég Evu Joly þannig að hún væri að krefjast þess að eitthvert fúlt Jóhönnugengi yrði undanþegið rannsókn á aðdraganda bankahrunsins. Þó má vera að það hafi farið framhjá mér.

Árni Gunnarsson, 24.3.2012 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband