Gleymdu að borga Sementsverksmiðjuna

Óskiljanlegt að hvorki framsóknarmönnum eða sjálfstæðismönnum hugkvæmdist að velja fullorðið fólk til að sjá um sölu ríkiseigna.

Kannski hefði það getað orðið til þess að fyrirtæki eins og Sementsverksmiðjan hefði lent hjá fullorðnum mönnum og komist í arðbæra starfsemi?


mbl.is 12 milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill æfinlega; Árni Skagfirðingur !

Í; sem skemmstu máli.

Ég hefði aldrei; sökum minna takmörkuðu vitsmuna, getað orðað þessa hluti, á skiljanlegri og myndrænni máta, en þú gerir hér efra, fornvinur góður.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.12.2012 kl. 21:11

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er ekki full ástæða til þess að allt þetta mál verði endurskoðað frá grunni, og meðhöndlað sem fjársvikamál og glæpsamlegt athæfi, - ég bara spyr ?

Tryggvi Helgason, 3.12.2012 kl. 21:52

3 identicon

Þetta mál verður ekki tekið til "endurskoðunar." Fyrst verður það að vera fyrnast, svo enginn geti áfellst þjófanna. Svo sýnist mér nú á tilburðum þessarra manna sem hlut eiga að máli að þeir finna enga sök hjá sér, hvorki kaupendur eða seljendur. Ennþá hefur enginn beðið afsökunnar á handabaka vinnubrögðum sínum. Heldur nokkur að við getum átt von á því???

jóhanna (IP-tala skráð) 4.12.2012 kl. 08:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er bara tilætlunarsemi að ætla flokkshollum "kaupendum" ríkiseigna að þeir borgi fyrir þær.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.12.2012 kl. 09:22

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka innlitin ágætu gestir mínir. Mér verður kannski óþarflega tíðrætt um fullorðið fólk þegar ég tjái mig um vesöld þessarar svokölluðu yfirstéttar okkar. En mér bókstaflega ofbýður svo heimska, ræfildómur og vandræðagangur garmanna sem aldrei sjást nema prúðbúnir og í gáfumannastellingum, jafnvel að skála í kampavíni ellegar halda ræður á hátíðastundum.

Margt af þessu fólki er að vinna í umboði þjóðarinnar eða þá að gambla með eignir eða önnut verðmæti sem við öll eigum eða áttum sameiginlega.

Það er oftar en ekki - í það minnsta oftar en skyldi - sem eitthvað af þessum prúðbúnu kvikindum kemst í fréttir vegna þjófnaðar sem stundum fær eitthvert annað nafn. 

Hversu margir þeirra sem reknir hafa verið úr vinnu vegna misferlis eru í dag á "biðlaunum" eða "starfslokasamningum"?

Ég man hvað ég varð hissa í fyrsta skiptið sem ég sá frétt um starfslokasamning manns sem rekinn hafði verið fyrir að reynast ónothæfur. Ég man nafnið á þessum manni ennþá og enn er hann ráðinn til starfa hjá ríkisfyrirtækjum.

ÓÞOLANDI. 

Árni Gunnarsson, 4.12.2012 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband