Hádegisfundur um brýnt samfélagsmál?

Er staða Sjálfstæðisflokksins og áhrif hennar á hugarástand Styrmis Gunnarssonar eitthvað sem skiptir máli fyrir þessa þjóð?

Svar mitt er nei og að svo búnu legg ég til að þessi skelfilegi klúbbur fái að lognast útaf hægt og hljótt án þess þó að þjóðin gleymi síðustu stjórnartíð hans og þeim sem þar komu við sögu.

Líklega er ekki mikil hætta á því.


mbl.is Nauðsynlegt að opna flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála þér Árni.

Níels A. Ársælsson., 7.12.2012 kl. 13:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hygg að fengi Styrmir tækifæri til að lifa allt upp á nýtt, myndi hann pottþétt ekki breyta neinu til hins betra, nema þá fyrir flokkinn sinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.12.2012 kl. 15:21

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Maðurinn virðist telja viðhorf þjóðarinnar til þessarar flokksnefnu eitthvert lykilatriði þegar horft er til framtíðar.

 Óskiljanlegt!

Árni Gunnarsson, 7.12.2012 kl. 22:21

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held nú að Styrmir sé hinn vænsti maður Axel. Það kemst bara enginn alheill frá því að hafa bundist stjórnmálaflokki ungur og unnið fyrir hann mestan hluta ævinnar.

Þetta er ámóta og hjá smölunum í sveitinni forðum tíð. Þeir miðuðu allt við velferð sauðkindarinnar.

Árni Gunnarsson, 8.12.2012 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband