22.5.2008 | 22:31
Milljón á mánuði!
Ætli ég sé einn um það að koma ekki auga á árangur allrar þessarar þekkingar sem fulltrúar okkar í borgarstjórn sóttu út fyrir landsteinana á síðasta ári?
Þetta gæti hafa snúist um staðfestu í vinnubrögðum og trúnað milli manna.
Nú, eða kannski skipulagða uppbyggingu elstu borgarhverfa, bætta ásýnd og verndun ímyndar.
Útrásarátök borgarfyrirækja til vanþróaðra ríkja.
Jafnvel ákvörðunartöku um bættar samgöngur með mislægum gatnamótum!
En nú kemur mér í hug að líklega mætti bæta líðan nokkurra illa staddra barna fyrir milljón á mánuði!
Ferðakostnaður borgarfulltrúa 12,2 milljónir í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Bloggvinir
- kristinnp
- kreppan
- kreppuvaktin
- aevark
- baldher
- lehamzdr
- fiski
- skarfur
- larahanna
- ragnar73
- johanneliasson
- rannveigh
- steinibriem
- gudruntora
- hallarut
- gudni-is
- nilli
- drhook
- gretar-petur
- iceman
- solir
- bjarnihardar
- gudrunmagnea
- valgeirb
- ladyelin
- skodunmin
- jensgud
- siggith
- gthg
- veffari
- jahernamig
- zeriaph
- vestfirdir
- nafar
- rungis
- ingabesta
- eythora
- svarthamar
- fleipur
- martasmarta
- skulablogg
- jullibrjans
- saethorhelgi
- gusti-kr-ingur
- blekpenni
- steinnhaf
- malacai
- hreinsig
- huldumenn
- ffreykjavik
- proletariat
- vestskafttenor
- jonvalurjensson
- hlynurh
- riddari
- baldurkr
- maggij
- methusalem
- juliusbearsson
- diesel
- thj41
- ace
- jonmagnusson
- fridaeyland
- helgigunnars
- jonthorolafsson
- pjetur
- silfri
- erlaei
- exilim
- himmalingur
- nordurljos1
- neytendatalsmadur
- fhg
- gunnarpalsson
- must
- drellington
- lucas
- sterlends
- gudmunduroli
- egill
- veravakandi
- snjolfur
- disdis
- runirokk
- thjodarsalin
- ingolfurasgeirjohannesson
- askja
- gretarmar
- annaeinars
- gattin
- vefritid
- jaherna
- fun
- drum
- andreskrist
- loftslag
- helgatho
- haddi9001
- valdimarjohannesson
- skagstrendingur
- os
- gisgis
- haddih
- hordurj
- ludvikjuliusson
- sumri
- kallimatt
- benediktae
- seinars
- muggi69
- liu
- fullvalda
- valli57
- heidarbaer
- naflaskodun
- elismar
- totibald
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- bookiceland
- kliddi
- samstada-thjodar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sé það sem þú nefnir ástæða ferðalaganna hafa þeir allavega ekkert lært. Horfðu samt á björtu hliðarnar. Það er tólf milljón króna virði að hafa borgarfulltrúana fjarri borginni. Þeir kaupa þá ekki spýtnarusl á fleiri hundruð milljónir á meðan.
Theódór Norðkvist, 22.5.2008 kl. 22:39
Líklega er nú eitthvað til í þessu hjá þér Theodór.
En hvað mætti þá borga fyrir að hafa ríkisstjórnina í Afganistan?
Árni Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 23:18
Góður. Það má eflaust vera hærri fjárhæð.
Theódór Norðkvist, 23.5.2008 kl. 00:09
og hver ætti þá að stjórna Árni, Vinstri grænir eða hvað, hver kaus stjórnina, var það ekki meirihluti þessarar þjóðar, þú varst í pólitík ekki sat, væri betra hér hefðir þú þar aldrei komið nærri, ekki kasta grjóti nema þú viljir hinn kostin...
Magnús Jónsson, 23.5.2008 kl. 22:58
Í fyrsta lagi Magnús þá hef ég aldrei verið í pólitík í venjulegum skilningi; aldrei verið þar áhrifamaður. En þú spyrð hverjir ég vilji að stjórni og nefnir Vinstri græna.
Ég ætla að koma þér á óvart með því að svara þeirri spurningu játandi upp að vissu marki. Ég tel að enginn stjórnmálaflokkur sjái samhengi lands og þjóðar jafn skýrt og þau stjórnmálasamtök. Ég tel aftur á móti að þeir hafi brugðist skelfilega í einu veigamesta málinu þar, og á þá við það hvernig þeir hafa dregið lappirnar í umræðunni um stjórnun fiskveiða.
Það er auðvitað ekki vandalaust að stjórna samfélaginu, en það er áreiðanlega óþarfi að stjórna jafn skelfilega eins og síðasta ríkisstjórn gerði og nauðalitlar vísbendingar um að til batnaðar horfi.
Vandinn er margskonar viðfangsefnin mörg og breytileg. Stærsti vandinn er auðvitað sá að um áratuga skeið hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið öflugasta stjórnmálaaflið. Og vandinn felst í því að honum er stjórnað af sterkum viðskiptablokkum sem skipa fyrir um veigamiklar stjórnsýsluaðgerðir.
Annar vandi hefur lengi verið augljós og mér sýnist fara vaxandi, en það er spilling í efstu þrepum stjórnsýslu. Samfara því kemur svo í hugann sá pólitíski vesaldómur að stjórnmálamenn þurfa ekki að taka ábyrgð á mistökum sínum og augljósri valdníðslu í nokkuð mörgum tilvikum. Þarna sýnist mér samkenndin vera afar útbreidd.
"Það mun að sjálfsögðu enginn segja af sér en við munum taka mark á þessum athugasemdum og draga af þeim lærdóm!"
Hvílíkur andskotans vesaldómur!
Ég er ágætlega sáttur við að Ísland sé land tækifæra fyrir dugmikla viðskiptajöfra en er ósáttur við að ákveðnir einstaklingar fái sjálftökurétt eða forgjöf í neinni mynd.
Höfuðatriðið er svo auðvitað það að stjórnvöld skilji á öllum tímum þá veigamiklu staðreynd að Ísland er samfélag fólks og auðlindir þess eru ekki bráð fyrir lukkuriddara úr réttum stjórnmálasamtökum eða ættstofnum.
Ég vona að mér hafi tekist að gera mig skiljanlegan.
Árni Gunnarsson, 23.5.2008 kl. 23:52
Árni: nú tókst þér vel upp, ég er sammála þér um flest í færslu 5, það skortir tilfinnanlega í Íslenskum stjórnmálum að men axli ábyrgð, eins er það með virðingu fyrir fjármunum almennings samanber ferðakostnað kjörinna fulltrúa.
Hvað spillinguna áhrærir, þá hefur enginn lækning fundist við henni, og því miður virðist hún vera fylgifiskur langrar valdasetu, vald spillir eins og það hefur alltaf gert.
Magnús Jónsson, 24.5.2008 kl. 08:31
Sæll Árni og takk fyrir síðast. Sammála þér.
Eigðu góðan dag.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 28.5.2008 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.