Tilhlökkunarefni!

Og þá hefst hún á ný þessi menningarlega umræða um "hina svokölluðu náttúruverndarsinna."

Og hvort íslenska þjóðin eigi að snúa til baka inn í moldarkofana og rífa í sig fjallagrös.

Því auðvitað verða ekki aðrir kostir í stöðunni ef við hættum að virkja og byggja álver.


mbl.is Björk og Sigur Rós með útitónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Einmitt!  Það er annaðhvort álver eða fjallagrös...

Auðun Gíslason, 31.5.2008 kl. 15:28

2 identicon

Auðvitað er gengið á Björk sökum áhuga hennar á umhverfinu og margt má segja í því sambandi eins og þær bloggfærslur sem sjást í sambandi við þessa frétt. En ég held að þess beri að gæta að Björk og aðrir af hennar kynslóð hafi ástæðu til að reyna að vekja athygli á umhverfi Íslands, þess sérstöðu hvað varðar þess náttúru.

Svo má bæta því við að hér er kunn manneskja sem tekur afstöðu fyrir umhverfinu og það þarf ekki mikið til að íslendingar poti spjótum sínum með aðfinnslum um leið og tækifæri gefst. Um leið skýrist það líka að venjulegir, þ.e.a.s. óþekktir í yngri kynslóðinni velja að vera hljóð til að forðast að verða fyrir aðkasti.

Hvaða framtíð velja þeir sem fordæma um leið og hugmynd kemur fram til verndar umhverfi landsins.

Hvaða skilaboð eru þeir að gefa afkomendum sínum?

Gefið yngri kynslóðinni möguleika að spyrja, að hugsa og að gagnrýna og að koma með frumkvæði.

Yngri kynslóðin er von okkar til betri framtíðar.

Eða kannski er það svo að - allt er að fara til helvítis, svo það skiptir þá litlu máli í hvaða polli fólk stendur, álpollur er ekki verri en aðrir pollar að sulla í, að ekki tala um hveradjöflana sem ferðafólk sækist í.

Fiskurinn er horfinn, drepum hvalina og sjáum svo til að auka áliðnaðinn svo að við garanterat mengum umhverfið, svo að ferðafólk varist landið. Og svo getum við skírt landið Djöflaeyjan, því það er það hvort sem er. 

ee (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 01:03

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka ykkur innlegg í umræðuna. Og ee: Stundum verður mér álíka innanbrjósts og þér. Og ég skal taka undir það að þrátt fyrir allt er það eina von þessa lands að unga kynslóðin taki af skarið og stöðvi djöfulksap markaðstengdrar græðgisvæðingar. Nú er stjórnvöldum ekkert heilagt ef tímabundinn ábati er í sjónmáli. Allar væntingar til þess að Samfylkingin hafi meint eitthvað með dramatískum yfirlýsingum um fagurt Ísland eru flognar út í veður og vind eins og við mátti búast.

Sköpunarkraftur er góður starfskraftur! Þessi orð eru letruð á húsnæði Háskóla Reykjavíkur í Kringlunni. Ég bíð eftir því að þessi yfirlýsing sanni sig og við fáum sð sjá árangur hinna svonefndu menntunar sýna sig í metnaðarfyllri áformum en þeirri einu leið sem stjórnvöld okkar hafa komið auga á: "Að rísta landið á hol og rífa út úr því peningana," svo notuð séu orð gamla indíánans um atferli og áform hvíta mannsins. 

Árni Gunnarsson, 2.6.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband