Hvað verður nú um hagvaxtarræfilinn?

Nú er búið að gefa út tilskipun um að rýma borgina sem fellibylur og flóðbylgja lögðu næstum í rúst fyrir þremur árum. Þá var viðvörunum lítið sinnt og tjónið varð skelfilegt. Þá hafa stjórnvöld líklega talið að allir váboðar væru að engu hafandi og sennilega bara áróður "hinna svokölluðu umhverfissinna" sem taldir eru græða fullt af peningum með því að spá náttúruhamförum. Hlýnun andrúmsloftsins er orðin staðreynd sem ekki verður umflúin með afneitun. Þessi hlýnun er farin að sýna sig áþreifanlega og þá bregðast ármenn hagvaxtarins við með því að benda á að áður hafi gengið yfir hlýviðriskeið. Sumir reyna að móast við öllum boðskap um að draga beri úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að benda á að hlýviðrisskeið komi sér vel fyrir Ísland. Aðrir telja að það séu landráð að hætta við álbræðslur á Íslandi því okkur beri skylda til að framleiða ál með hreinni orku svo ekki þurfi að bregða til þess ráðs að knýja álverin með kolabrennslu. Engum "heilvita" frjálshyggjumanni dettur í hug að nú þurfi að bregðat við með sparnaði og draga úr notkun mengandi farartækja. Það er ógnun við hagvöxtinn.

Upp úr þessu öllu stendur þó vonin um að þessi varúð í tengslum við fellibylinn Gústav reynist eins og til er stofnað og því fólki sem hann ógnar verði borgið í tæka tíð.


mbl.is Hvorki Bush né Cheney á þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tja, hvað á fólk að halda þegar búið er að kalla "úlfur! úlfur!" og allt í plati, margoft áður?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 18:42

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Fólkið hefur ekki einu sinni fengið húsnæði bættr eftir síðasta byl. Nú eyðileggjast trúlega fleiri vistarverur. Þetta er hörmung, ég held ég myndi flytja hið snarasta og láta aldrei sjá mig þarna aftur.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.9.2008 kl. 21:55

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarna reyndist úlfurinn meinlaus en engu að síður var rík ástæða til að vara við honum. En veðurspámenn gera ráð fyrir mörgum kröppum hitabeltislægðum á Mexíkóflóa þetta haustið. Það er enginn hetjuskapur fólginn í því að afneita hlýnun andrúmsloftsins. Og ef svo kynni nú að reynast að sú hlýnun stafi af gegndarlausu bruðli á mengandi efnum þá er sá ábati sem það skapar hagvexti þjóða dýru verði keyptur. Ég játa að ég er "skíthræddur" við afleiðngarnar af bráðnun íss á heimskautunum. Ég veit jafnframt að við eigum fullt af hetjum sem telja þennan ótta barnalegan og hlægilegan. Ég játa fúslega að ég óttast ísbirni og trúi því varlega að þeir séu hættulausir ef maður segir bara "komdu bangsi minn!" En ég veit um margar hetjur sem óttast ísbirni ekki vitund og gera stólpagrín að huglausum bleyðum sem skjóta þessa vini okkar þegar þeir ganga á land í þeirri von að þeir séu bara kærkomnir innflytjendur. Hetjurnar sem ég nefndi voru reyndar flestar staddar í Reykjavík en ísbirnirnir norður í Skagafirði. Það hvarflar að mér að kjarkur standi í réttu hlutfalli við fjarlægð frá ógnandi aðstæðum.  

Árni Gunnarsson, 2.9.2008 kl. 20:56

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég tók eftir að í fréttum, sem ég les oft sem grínpistla, var tekið sérstajklega fram að bylurinn stefndi á olíuvinnslusvæði í Mexíkóflóa. Hvirfilvindurinn pólitíski (með tilheyrandi fréttatilkynningum) á nefnilega til að snúast að stóru leyti umhverfis olíuvinnslu. En bara minnst á það þegar hentar.

Ólafur Þórðarson, 7.9.2008 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband