Er Exista virkilega enn að lækka?

Síðustu tölur af hlutabréfamarkaði greina frá 7,41% lækkun á Exista. Man ég það ekki rétt að Kaupþing hafi greitt mestan hluta af stofnfé SPRON með hlutabréfum í þessu ágæta fyrirtæki við sameininguna? Og svo var því logið að meirihluti stofnfjáreigenda í SPRON hefði samþykkt þetta á fundinum fræga. Hið rétta var að flestir stofnfjáreigendur höfnuðu tilboðinu en eigendur meirihluta stofnfjárins samþykktu. Hin fréttin hljómaði betur. Það urðu mikil þáttaskil hjá sparisjóðunum þegar hagspekingurinn Pétur Blöndal tók að smala saman stofnfé þeirra -þessu fé án hirðis- og koma því í réttar hendur. Á örfáum árum hefur verið farið svo óvönduðum höndum um þessar traustu og merku fésýslustofnanir almennings að nú stendur þar vart steinn yfir steini. Fjárvarsla Gísla Kjartanssonar á Sparisjóði Mýrasýslu hefur skilað eigendum hans og byggðarlaginu tapi sem nemur afleiðingum náttúruhamfara. En í gær birtist svo frétt sem lítið fór fyrir. Lítill sparisjóður í Þingeyjarsýslu skilar arði sem nemur hundruðum milljóna! Og sparisjóðsstjórinn lætur sér um munn fara í viðtali að þessi stofnun hafi einfaldlega verið rekin með upphaflegum tilgangi sjóðsins. Nefnilega þeim "úreltu" vinnubrögðum að ávaxta innlán með útlánum! Og mér heyrðist maðurinn segja að það væri vandalaust að reka sparisjóð. Hinsvegar gat hann þess svona í prakkaraskap að þessi sparisjóður hefði ekki keypt hlutabréf í Exista.  
mbl.is Exista lækkar um 7,41%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Árni !

Von er; að þú spyrjir. Er ekki sagan, frá Filippseyjum Marcosar gamla, að endurtaka sig hér ? Hvað vitum við; hvaða fjármunum þessir piltar eru að læða út úr landinu, á persónulega reikninga, ytra, Árni minn ?

Það er ekki allt; sem sýnist ! 

Með beztu kveðjum, sem oftar /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er svakalegt Árni og það verða margir sem munu eiga um sárt að binda eftir þessar hremmingar. Margt af starfsfólki Spron t.d. skuldsetti sig til að kaupa þar hluti og hafði ómælda trú á fyrirtækinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.9.2008 kl. 17:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það gremjulegasta við þetta allt saman er það að búið var að telja fólki trú um að grónar fjármálastofnanir hefði dagað uppi og væru orðnar einhverskonar nátttröll. Nú þyrfti að bregða við og koma þessu í hendur manna sem kynnu á markaðinn og allt yrði að gulli sem þeir snertu á. Flestir reyndust vera óvandaðir drullusokkar, spilafíklar sem tóku að gambla með annara fé og skildu allt eftir í flagi eftir nokkra mánuði. Gremjulegast er þó að eftir að hafa baktryggt eigin viðskipti með almannafé þá standa margir þessara manna eftir með milljarðaeignir en ábyrgðarmennirnir töpuðu sínu fé. Ég blátt áfram froðufelldi þegar ég las viðtalið við þetta Borgarnessóbermi sem búið var að tapa 4,6 milljörðum í pólitískum spilakössum. Hann sagðist vera voða feginn að þessu væri nú lokið. Nú ætlaði hann að fara að taka til í bílskúrnum!

Ætli hann eigi fyrir næsta rafmagnsreikningi?  

Árni Gunnarsson, 5.9.2008 kl. 18:34

4 identicon

Ég er sammála þér með Borgnesinginn. Hann á ekki að fara á eftirlaun. Hann á að fara á raðgreiðslur....

nafni (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þessi mannfja*** ætti ekki að fá aðrar greiðslur en þær sem hann fær hjá rakaranum.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 23:57

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Zetjann á 'ztrjálgreiðzlur', ævilangt ..

Steingrímur Helgason, 9.9.2008 kl. 01:17

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú ætla ég að "klukka" þig og vera snöggur að.

Jóhann Elíasson, 10.9.2008 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband