Nýr samningur eða enginn nýr samningur?

Ekki láta þeir að sér hæða stjórnmálaforingjar Íslands! Í svona smámáli sem varðar 2ja milljóna skuld á hvern Íslending er það alveg ljóst fyrir fjármálaráðherra að ekki þurfi að taka samninginn upp á ný. Á sömu lund liggur það alveg dagljóst fyrir foringja stærsta stjórnarandstöðuflokksins að þennan samning sem hann og flokkur hans hafa samþykkt að leggja fyrir Alþingi þurfi að þurfi að vinna upp á nýtt vegna fyrirvaranna sem viðsemjendur okkar muni ekki samþykkja.

Erum við ekki áreiðanlega með glögga stjórnmálaforingja til að drýgja þessari þjóð örlög inni á Alþingi?

Eða eru þetta kannski bara ómerkilegir lýðskumarar sem tala mikið en vita ekkert í sinn haus? 

Þarna er enginn efi í mínum huga.


mbl.is Samningnum í rauninni hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kjarkleysi Sjálstæðisflokksins, Vinstri-Grænna og Borgarahreyfingarinnar er sorgleg staðreynd. Samfylkingin, með hræðslu-áróðri og hótana-stjórnmálum hefur þau öll í vasanum. Bretar og hollendingar munu sætta sig við þessa niðurstöðu og herða skrúfurnar seinna, þegar þeim hentar. Pólitískt ólæsi þingmanna okkar jaðrar við að teljast til örorku, þó ég hallmæli ekki gjarnan öryrkjum með því að hæðast að þingmönnum á þennan máta. Glæpsamleg fáviska er kannski nær lagi. Gott væri að fá tillögur um hvaða flokk er hægt að kjósa til þings í næstu kosningum, því sá flokkur situr ekki á þingi.

Haraldur Baldursson, 15.8.2009 kl. 18:09

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tek heilshugar undir orð Árna. Geldingar Sjálfstæðisflokksins eru farnir að slefa yfir líkinu og vilja fá að leika með útfararstjórninni í þrotabúrinu. Vesælt og aumkunarvert þetta allt saman er. Sjórinn iðar af gungum og druslum sem settar verða í bræðslu þegar klukkan loks hringir inn. Þá mun nú fiskast vel

Gunnar Rögnvaldsson, 15.8.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Djöfull eru þið eitraðir! 

Þetta eru alltsaman handlangarar auðvaldsins, Árni minn!  Takið eftir, nú þegar augljóst má vera hvaða fábjána sem er (meira að segja Bjarna Enneinum), að einkavinavæðingin hefur klikkað alvarlega rjúka fyrrum einkavinavæðingarsinnar, les sjálfgræðisflokkurinn, til og vilja alþjóðavæða orkufyrirtækin.  Einu fyrirtækin í landinu sem enn skila tekjum, sum reyndar bara tapi í bili, og hefur ekki verið rústað af fábjánum í talsambandi við helmingaskiptaflokkana!

Ég hef svo lúmskan grun um að háttvirtur(?) fjármálaráðherra haldi að lánin vegna Icesave-stuldanna séu einhver ný tegund af kúlulánum!

Auðun Gíslason, 15.8.2009 kl. 19:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ómerkilegir lýðskrumarar sem vita ekkert í sinn haus. Ekki spurning Árni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.8.2009 kl. 20:14

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Haraldur ég held að það þurfi að blása lífi í frjálslynda flokkinn. Sá flokkur býr yfir ákveðnum lærdómi vegna fortíðarinnar en getur samt komið ferskur inn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.8.2009 kl. 20:16

6 identicon

Heill og sæll; Árni - líka sem og, þið önnur, hér á síðu !

2 Milljónir kr.; á hvern þegn, skiptir engu máli, í huga þeirra Jóhönnu og Steingríms, sem Versala gæðinga hirðarinnar, umhverfis þau.

Og verr er til að vita; að þetta er bara byrjunin, á síhækkandi skulda klafa þeim, hvern hlekkja skal, á hvern Íslending - núlifandi; sem óborna, gott fólk.

Sé fyrir mér; að örlög okkar þjóðfrelsis sinna muni verða, að skiptast á skotum, við þessi illmenni - OG ÞAÐ; Í BÓKSTAFLEGRI MERKINGU, innan skamms, gott fólk !!!

Með biturleika miklum - en beztu kveðjum, til ykkar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:26

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég veit ekki um ykkur drengir góðir en ég er búinn að fá nóg af Alþingi. Ég er ekki hjátrúarfullur en ég sé enga skýringu á því hvernig sæmilega útlítandi og talandi fólk umturnast við að setjast inn í þennan þingsal. Getur einhver sagt mér hvaðan þessar raddir koma sem hvísla í eyru kratagarmanna: göng-um-í e-s-b...göng-um-í-e-s-b............þangað til þeir ganga af göflunum eins og þegar álfar villtu um fyrir fólki á nýársnótt hérna áður fyrr.

Og í morgun heyrði ég einhverja gapuxa ræða um þennan samning á Rúv en náði ekki hverjir þar voru nema að líkindum Sigmundur Davíð og stórsnillingurinn Árni Þór. Þarna tók til máls einhver unglingsstúlka sem lofaði mjög þessa afgreiðslu fjárlaganefndar. Þar tiltók hún sérstaklega að í afturendanum á þessu plaggi hefði verið mjög ákveðin tilmæli um að rannsaka nú þennan þjófnað allan sem viðkemur Icesave og helst bara að komast að því svona einhverntíman áður en það gleymist hvað hefði eiginlega orðið af öllum þessum peníngum!!!!!!!!!

Nú eru liðnir 10 mánuðir og hálfum betur síðan þeir atburðir urðu.

Eru hvergi til hæli á Íslandi fyrir svona hálfvita annars staðar en í Alþingishúsinu?

Árni Gunnarsson, 15.8.2009 kl. 20:36

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Jakobína. Þú varst ekki mætt með þínar athugasemdir þegar ég byrjaði mína athugasemd og ávarpaði "drengir góðir." En ég biðst ekki afsökunar á því. Ég held nefnilega að segja megi um þig eins og höfundur Njálu segir um Bergþóru Skarphéðinsdóttur: "skörungur mikill og drengur góður."

En svo er það þetta með Alþingishúsið. Ég held að það væri full þörf á því að fá "kunnáttumann" til að rannska það. Þar er eitthvað óhreint inni sem ærir fulltrúa þjóðarinnar. Ætli dygði að tala við Þórhall miðil?

Spurning hvort hann er nógu óháður öllum þar inni?

En mér er þetta meira alvörumál en gamanmál þó einhverjum verði kannski á að brosa að þessari tillögu. 

Árni Gunnarsson, 15.8.2009 kl. 22:04

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni: mér finnst alltaf fleiri atriði kalla á að hér verði sett á stjórnlagaþing, þingmen ættu men ekki að geta verið nema í 8 ár, og bannað væri að þeir yrðu ráðnir pólitískt eftir það, á Alþingi eiga að eins að vera hugsjónamenn, það er að segja men sem hafa þörf fyrir að bæta þjóðfélagið, og hugsa fyrst um þegna landsins í víðu samhengi, men sem hafa vilja og þor til að takast á við vandamálin, men sem fólkið skorar á til þingmennsku, ekki þennan hóp af lýðskrumurum, sem hafa tekið Alþingi nánast í gíslingu með okkar leifi, það þarf að stokka spilin upp á nýtt, eða eins og ágætur maður orðaði það á sínum tíma, það þarf að gefa upp á nýtt, en það þarf að gerast án afskipta stjórnmálaflokka, það þarf nánast að banna þeim aðkomu að stjórnlagaþingi, það er svo margt sem þarf og verður að breytast, til að lýðræðið fái aftur völdin frá flokkseigendum.  

Magnús Jónsson, 15.8.2009 kl. 23:15

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Jakobína. Varðandi Frjálslynda flokkinn; þau lásu ekki í stöðuna og héldu ekki á lofti ESB-andstöðu sinni. Það voru fjölmargir hægri-sinnaðir kjósendur sem svo himinlifandi fegnir hefðu kosið xF í stað VG. Steingrímur var hins vegar afar sannfærandi fyrir kosningar og hefði getað selt hvað bílhræ sem er. Þetta er synd því xF hafði ýmislegt með sér, en pólitíkst læsi þeirra brást eins og niðurstöðurnar sýndu.

Haraldur Baldursson, 16.8.2009 kl. 09:19

11 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Árni maður er yfirleitt 95-100% sammála þinni speki...lol...!  Í mínum huga eigum við "spilta og arfa lélega þingmenn", en þú orðar þetta betur vel er þú segir: "Eða eru þetta kannski bara ómerkilegir lýðskumarar sem tala mikið en vita ekkert í sinn haus?  Þarna er enginn efi í mínum huga."  Því miður eru þetta lýðskrumarar af verstu gerð og þar fer Steinríkur framarlega í flokki ásamt félaga Össur!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 16.8.2009 kl. 13:15

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað hefði verið best að losna alveg við Æsseif

Betri er hálfur skaði en allur.

Þökk sé andstöðunni

Sigurður Þórðarson, 17.8.2009 kl. 02:12

13 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Það er ekki einfalt mál að gera eitthvað gáfulegt í þessari stöðu. En hinsvegar er hægt að gera misheimskulega hluti líka.

Rúnar Þór Þórarinsson, 17.8.2009 kl. 13:12

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Slæm er heimskan drengir og enn verri er hrokinn. Leitun er á verri blöndu slæmra eiginleika en þegar saman fara hrokinn og heimskan.

Fáir hafa lagt Steingrími J. til hvatvíslegri athugasemdir en sá er hérna ritar. Þó ætla ég að taka núna upp hanskann fyrir hann þegar riddarar frjálshyggjunnar ráðast gegn honum fyrir að hafa ekki kunnað að meta lítilsvirðandi orð Kjartans Gunnarssonar í garð þeirra sem þurftu að taka við hrundu fjármálakerfi sem þessir nú sjálfskipuðu "spekingar" skildu eftir.

Og ég minni á að þó bæði ég og aðrir hafi rifið hár sitt út af afgreiðslu þessa samnings þá ber nú flestum okkar hagspekingum saman um að við hefðum átt að afgreiða þennan samning með einum eða öðrum hætti.

Um niðurstöðuna hefði verið deilt hver sem hún hefði orðið. Ég get víst ekki ætlast til þess að sátt hefði náðst um það sem mér hefði hugnast best. En það var að neita öllum greiðslum umfram það sem eignir bankans hefðu dugað til og hefja nýtt samfélag á nýjum gildum. Frá grunni. 

Árni Gunnarsson, 17.8.2009 kl. 15:27

15 Smámynd: Björn Birgisson

"Auðvitað hefði verið best að losna alveg við Æsseif

Betri er hálfur skaði en allur.

Þökk sé andstöðunni" svo mælti Sigurður Þórðarson. 

Þökk sé andstöðunni? Fyrir hvað? Fyrir að leyfa Icesave möglunarlaust á sínum tíma? Skaðinn er allur andstöðunnar!

Litlar þakkir fyrir það úr mínum ranni.

Björn Birgisson, 17.8.2009 kl. 21:19

16 Smámynd: Jens Guð

  Mæl þú manna heilastur!

Jens Guð, 18.8.2009 kl. 01:01

17 Smámynd: Björn Birgisson

Er Guðinn að tala til mín eða Árna?

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 01:11

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Guð talar til vor allra Björn minn.

En ef nú á að taka einhverjum silkihönskum á Magnúsi Kristinssyni og láta þjóðina greiða skuldir hans en hann haldi kvóta og skipum þá er nóg komið. Þá verður lítill friður með þessari þjóð. Og hvað með þetta ósnertanlega kúlulánahyski?

Halda stjórnvöld að erlendir kröfuhafar sætti sig við svona vinnubrögð og svona fjármálasiðferði?

En nú er ég að fara norður í land og verð nokkra daga í Skagafirði að hreinsa hugann. Ekki veitir af.

Árni Gunnarsson, 18.8.2009 kl. 13:49

19 Smámynd: Björn Birgisson

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu máls Magnúsar Kristinssonar. Góða ferð norður og berðu Molduxum kveðjur frá mér!

Björn Birgisson, 18.8.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband