Sigurjón Þórðarson á að verða næsti fiskistofustjóri

Nú reynir á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í því efni að stokka upp í helfrosnu stjórnkerfi Hafró og LÍÚ. Hér býður sig fram til starfs ungur og hæfur baráttumaður fyrir breyttum vinnubrögðum. Sigurjón á að baki langt nám í þeirri grein líffræði sem snertir þetta starfssvið og hefur lagt mikla vinnu heima sem erlendis í að kynna sér árangur fiskveiðistjórnunar og verið gagnrýninn baráttumaður fyrir breyttri og bættri stjórn fiskveiða. Nú auglýsi ég eftir því að Jón Bjarnason sýni pólitískan kjark og ráði pólitískan andstæðing í þetta umdeilda og þýðingarmikla starf.

Það er hinsvegar með hálfum huga sem ég skrifa þessa færslu. Sigurjón er afar vinsæll maður í sinni heimabyggð Skagafirði og núverandi formaður Ungmennasambands Skagafjarðar 


mbl.is Tólf sóttu um stöðu fiskistofustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Breytt vinnubrögð þá á hann ekki séns, LÍÚ mun ekki leyfa það og kjarkmaðurinn Jón losnar við þumalskrúfurnar.

Finnur Bárðarson, 24.8.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Jón Kristjánsson

Árni 

Ekki að efa að vinur okkar yrði réttur maður á röngum stað. En Mafían sér um sína og fær einhvern þjónkanlegan í starfið. Ég sá þarna m.a. fyrrverandi forstjóra ÚA, hann myndi vafalaust makka rétt. JB er tuska og mun ekkert gera nema það þjóni hans hagsmunum, að halda áfram að sitja á þingi. 

Jón Kristjánsson, 24.8.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er það ekki LÍÚ sem ræður í starfið?

Ævar Rafn Kjartansson, 24.8.2009 kl. 20:37

4 identicon

Heill og sæll; Árni - líka sem; aðrir, hér á síðu !

Snöfurmannlegur Skagfirzkur kostur; Hegranes stjórinn (Goðinn), ef þeim kerfis karli, Jóni Bjarnasyni tækist, að koma auga á, margfalda hæfileika Sigurjóns - þá; væri sæmd ein að.

Þekki ég Sigurjón rétt; sem einn fremstu merkisbera Frjálslynda flokksins, að þá tækist honum einum, að umbylta Fiskistofu hégómanum, núverand, svo gagn væri að.

Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 23:29

5 identicon

Tek undir þetta, styðjum Sigurjón.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:13

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Auðvitað er Sigurjón maðurinn í þetta starf, óbreytt. Það er hinsvegar galið að ætla ekki að sameina Fiskistofu og Gæsluna og gera í það minnsta tilraun til að ná fram hagræði í þessu rugli. En eins og hann Jón Kristjánsson segir hér, hann JB er tuska, sem ekkert mun liggja eftir annað en undirlægjuháttur við LÍÚ. Aðvitað ræður mafían þar í þetta starf og það eitt og sér útilokar hæfasta manninn. Ég ætla að spá því að undirlægja LÍÚ, stjórnandi verðsamráðsstofunnar á Akureyri, Valtýr Hreiðarsson verði ráðinn í þetta, ef ekki innanbúðarmaðurinn Árni Múli.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 09:02

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er líklegast í stöðunni að settur Fiskistofustjóri Árni Múli verði fyrir valinu og fyrir því löng hefð í embættisveitingum á voru landi. Ég veit lítið um manninn annað en það að hann er af mikilhæfu fólki og sumt af hans nánu skylduliði tel ég til góðra vina. En innan veggja þeirrar stofnunar er margt "óhreint" eftir starfstíð fyrri forstöðumanns og nægir þar að vísa til nokkuð ferskra atburða þegar þangað streymdu kærur margar og grófar um hverskyns misferli útgerða sem fölsuðu vigtarskýrslur og skýrslur um útflutning ásamt mörgum öðrum refsiverðum brotum þar sem beinar sannanir og játningar brotamanna lágu fyrir. Fiskistofustjóri stakk öllu undir stól og hafðist ekki að.

Í svona stjórnsýslu-og eftirlitsstofnunum þarf að hreinsa vel til og það verður ekki trúverðugt nema með nýju fólki.

Árni Gunnarsson, 26.8.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband