Er mikið gagn að ályktunum?

Er það einhver merkisfrétt að flokksráð V.g. hafi ályktað um einhvern fjandann austur á Hvolsvelli? Ég man ekki betur en að þessi flokkur hafi ályktað af nokkurri einurð um andstöðu við umsókn um inngöngu í ESB. Nú varðar mig ekki lengur um ályktanir þessara stjórnmálasamtaka. Mér nægir að fylgjast með vinnu þeirra inni á Alþingi. Ekki verður séð að þeir beri mikla virðingu fyrir eigin ályktunum þegar þangað er komið.
mbl.is Gegn sölu orkufyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Árni; æfinlega !

Steingrímur J. Sigfússon; er svona viðlíka Bjarna nokkrum Benediktssyni, núverandi Valhallar lóðs, í öllum málflutningi sínum. Þetta; í dag - annað á morgun, eftir vindáttinni, hverju sinni.

Jóhanna og, þau Össur krata leiðtogar, hafa aldrei haft jafn leiðitaman fylgjara - hvorki; fyrr né síðar, til þess að spara þeim ómak, við flutning ''velferðar'' fagnaðar erindisins.

Með beztu kveðjum; sem jafnan áður /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Árni

Vinstrí Græn geta ályktað sig rauð í framan en Steingrímur mun síðan bara gera það sem honum sýnist.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.8.2009 kl. 03:25

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þarna ekki vandamálið í hnotskurn, Steingrímur Joð lítur á VG sem sína persónulegu eign og fer með eignina eins og honum sýnist?

Jóhann Elíasson, 30.8.2009 kl. 10:39

4 identicon

Nei, Árni, orðin þeirra skipta víst engu máli lengur.  EKki skal ég hlusta eftir öll svikin.  Það er bæði of erfitt og hefur enga þýðingu. 

ElleE (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:51

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Og nú er Jón B. búinn að ráða Guðjón Arnar til sín í ráðuneytið!  Minnir á þegar staða var búin til fyrir Hannes Hólmstein á Melakleppi (HÍ).  En nú bregður svo við að klíkusamfélagið er varið bak og fyrir. 

Vg hefur heldur betur snúið við blaðinu!  Það mun sjóða þar uppúr fljótlega!

Jóhann, ég held að vandamálið sé líka að SJS sé Framsóknarmaður að eðlisfari!

Auðun Gíslason, 31.8.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Glögglega mælt hjá þér, Árni !

Jón Valur Jensson, 31.8.2009 kl. 23:33

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Auðun: Ég hef nú ekki fagnað stjórnsýsluákvörðun í nokkur ár fyrr en nú og yfirleitt fengið kvíðahnút undir bringspalir hafi ég átt von á frétt frá stjórnvöldum. En ég er sannfærður um að Guðjón Arnar verður góður ráðunautur við stjórn þessa ráðuneytis og ég vænti nýrra og bjartari tíma.

Guðjón Arnar hefur gott vit á stjórnun fiskveiða og býr þar að meiri þekkingu og reynslu en nokkur annar sem ég þekki til í því ráðuneyti.

Árni Gunnarsson, 1.9.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Björn Birgisson

Addi Kitta Gau er flottur strákur. Alvöru Íslendingur. Tek undir með Árna. Þótt Frjálslyndi flokkurinn sé liðinn undir lok, er Guðjón Arnar það alls ekki. Sómapiltur í hvívetna.

Björn Birgisson, 1.9.2009 kl. 01:01

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Sem sagt, spillingin er góð!

Auðun Gíslason, 11.9.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband