Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.5.2010 | 19:33
Kostnaður vegna eldgossins 400-600 milljónir. Hvað kostar umsóknin um aðild að ESB?
Nú segja fréttir í sjónvarpi frá því að kostnaður ríkisins vegna náttúruhamfaranna sé áætlaður 400-600 milljónir. Þetta er áætlaður kostnaður vegna náttúruhamfara og er að sönnu íþyngjandi fyrir ríkissjóð sem sér fram á fjárlagahalla um á fjórða hundrað milljarða árlega næstu 3-4 ár.
Er þessi upphæð ekki hálfgerðir smáaurar borið saman við kostnaðinn við ESB umsóknina?
Hver er hann í dag og hver mun hann að lokum verða? Þetta er áleitin spurning þegar haft er í huga að þessi umsókn er prisnsippverkefni Samfylkingarinnar og engin líkindi til að íslenskir kjósendur samþykki aðildina.
Verða þeir kannski ekki látnir ráða þegar til kastanna kemur?
Hvort er íslenskum efnahag skaðlegra; náttúruhamfarir eða ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar?
8.5.2010 | 09:03
Hver fj. er eiginlega í gangi hér?
Tugir starfsmanna ráðnir til sérstaks saksóknara
Dómsmálaráðherra leggur fram tillögu um að efla embætti sérstaks saksóknara fyrir ríkisstjórn í vikunni. Tugir starfsmanna verða ráðnir. Saksóknari hyggst yfirheyra á þriðja tug manna á næstu dögum.
Hefur einhver étið óðs manns skít? Það er 8. maí 2010. Það eru liðnir 19 mánuðir frá hruni bankanna á Íslandi. Man ég það ekki rétt að skömmu eftir það hafi starfsmönnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra verið fækkað verulega?
Er það misminni að það hafi verið fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason sem kom því til leiðar að Eva Joly var fengin til að aðstoða við rannsókn efnahagsbrota? Man ég það ekki rétt að allan þann tíma sem liðinn er frá hruni bankanna hafi næstum daglega komið vísbendingar um að bankarnir hafi verið rændir innan frá af eigendum og stjórnendum? Hvað kemur á óvart? Hvað upplýsti rannsóknarnefndin sem þjóðin vissi ekki áður og hafði rætt um mánuðum saman?
Héldu ekki forsætisráherrann og viðskiptaráðherrann blaðamannafundi daglega á fyrstu vikum eftir hrunið og endurtóku að ekkert yrði til sparað að leiða allan sannleika um aðdragandann í ljós og að hverjum steini yrði velt við?
Erlendis eru blaðamenn og stjórnmálamenn agndofa yfir seinagangi við rannsóknina og undrast að enginn hafi enn verið settur í gæsluvarðhald- engar eignir verið kyrrsettar. Og enn einn erlendur rannsóknardómari kemur í viðtal hjá Agli Helgasyni í sjónvarpsþátt og nálgast þetta undarlega mál svona eins og hálfgert gamanleikrit.
Ríkisstjórn og Alþingi semur við Björgólf Thor um fjárfestingu og Jón Ásgeir er starfsmaður skilanefndar Landsbankans við eignavörslu? Báðir þessir menn voru eigendur fyrirtækja sem fengið hafa afskrifaðar skuldir sem nema hundruðum milljarða!
En nú er einhver farinn að rumska. Kannski fer ég að sjá hvers vegna viðskiptaráðherra og dómsmálaráðherra eru svona vinsælir í skoðanakönnunum. Ég viðurkenni að það hefur nú vafist fyrir mér.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
6.5.2010 | 16:38
....byrjaði þá að fara um Gvend og meyna
Þá er hún staðfest fréttin af fyrstu handtökunni þar sem forstöðumaður banka á í hlut. Ég gef mér að þessi handtaka komi hreyfingu á kyrrlátt blóðrennsli einhverra fleiri úr þessum hópi tignarmanna á Íslandi. Og ég sé fyrir mér að nú séu "spennandi og skemmtilegir tímar framundan" hjá stjörnulögmönnum. Og ég sé líka fyrir mér margar yfirlýsingar um ákærur vegna misskilnings.
Nú er það spurning hvort meintar sakir á hendur Hreiðari Má flokkist nokkuð undir kostnaðinn við lýðræðið?
![]() |
Upplýsir ekki um fleiri handtökur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 14:52
Góð viðbrögð hjá Ásmundi Dalaþingmanni
![]() |
Vill fund um skulduga bændur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 08:36
Af hverju verða menn undrandi?
![]() |
Menn eru stjörnuvitlausir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2010 | 10:23
Alþingi setur forsetanum siðareglur í skyndi
Nú sjáum við það á forsíðu Fréttablaðsins að hafin sé vinna við að setja embætti forsetans siðareglur. Í tengslum við þessa frétt er skýrt frá því að á fundi Samfylkingarinnar í Garðabæ fyrir tíu dögum hafi Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra sagt að skýrsla rannsókarnefndarinnar staðfesti þörfina á þessari vinnu!
Það er skoðun mín að skýrsla rannsóknarnefndarinnar hafi leitt fram þörf fyrir endurskoðun á mörgum verkefnum og brýnni en þessu. Og það sýnist mér jafnfram ljóst að til þess muni ætlast að þessi frétt færi athygli þjóðarinnar frá ýmsu því sem nú nýlega hefur komið róti á samfélagið og forsætisráðherranum hugnast verr að þjóðin hafi að umræðuefni.
Hvenær skyldi þjóðin fá stjórnmálamenn sem þola að forsetinn hafi skoðanir og taki til máls?
22.4.2010 | 08:06
Er konan ekki svolítið seinfær?
Það er orðin málvenja að segja að börn séu seinfær ef þeim gengur hægt að ná tökum á námi. Nú kom þetta orð upp í hugann þegar Jóhanna forsætisráðherra lýsti því yfir að henni þætti ástæða til að skilanefndir gömlu bankann gerðu ríkisstjórninni grein fyrir störfum sínum og skýrðu út þá þóknun sem þeir krefðust fyrir vinnu sína! Nú hafa þessar skilanefndir verið að störfum í meira en hálft annað ár og þegið laun samkvæmt eigin geðþótta.
Og skyndilega rennur það upp fyrir forsætisráðherranum að þetta sé nú skrýtin saga sem þurfi að útskýra. Viðskiptaráðherrann hefur enga skoðun látið í ljós á málinu. Mér kemur það ekki á óvart. Mér sýnist og heyrist á þeim manni að margt bendi til þess að hann sé seinfær.
Mér er sagt að hann hafi haldið ræðu á útifundi í búsáhaldabyltingunni. Um hvað talaði hann? Getur verið að fólkið þarna á fundinum hafi misskilið manninn og að hann hafi verið þarna á bensínlausum bíl og erindið hafi verið að biðja einhvern af þessu fólki að redda sér um far?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
21.4.2010 | 12:23
Dapurleg tíðindi frá Þorvaldseyri
Á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur um áratugi verið rekið bú af meiri metnaði og glæsibrag en dæmi eru til á Íslandi að minni hyggju. Nú hafa ábúendurnir Ólafur Eggertsson og eiginkona hans Guðný Valberg Andrésdóttir lýst yfir að þau hafi tímabundið ákveðið að hætta búrekstri á jörðinni. Það var ekki vandalaust hlutverk að taka við búi af foreldrum Ólafs sem höfðu sett markið hátt og lagt grunninn að þeim brag sem síðan hefur einkennt allar sögur af þessu búi.
Þau brugðust ekki því hlutverki.
Ég óska þeim hjónum farsældar við ný verkefni og bind vonir við að þess verði ekki langt að bíða að þau hjón og aðrir sveitungar þeirra sjái aðstæður batna nægilega til að hefja búskap að nýju. Og samúð mín vegna þessarar skelfilegu reynslu er heils hugar.
Ísland þarf á þessu fólki að halda og þeirri reisn sem sveitin þeirra hefur lagt þessu landi til með þeirra hjálp.
Þetta eru mikil tíðindi og vond og munu verða eftirminnileg þessari þjóð um ókomna tíð.
Og ég vitna til orða Þórhalls biskups frá síðustu öld:
-Bændurnir, það eru mennirnir sem hjálpa Guði til að skapa.
20.4.2010 | 17:45
Er aðildin að ESB bein aðför að íslensku mannlífi?
Ein mesta vá íslensks samfélags á myrkum miðöldum var af völdum erlends valds. Viðskipti þjóðarinnar við aðrar þjóðir en dönsku herraþjóðina voru refsiverð og viðurlögin allt að lífláti. Íslenskt samfélag er örsmátt í öllum samanburði og umfang viðskipta óveruleg á alla mælikvarða.
Frjáls og óheft utanríkisviðskipti hljóta að vera keppikefli allra þjóða og engum þjóðum auðveldari en okkur vegna fámennis.
EES samningurinn batt okkur í fjötra regluverks sem í mörgu efni þjónaði engum tilgangi hér á landi utan hagsmuna kontórista sem hafa atvinnu af að smíða lög til að varna fólki frelsis í eigin landi.
Nú nýlega las ég í Bændablaðinu að fyrir dyrum lægi að fella niður undanþágu til að selja kjöt af hrossum sem ekki væru örmerkt! Mér brá dálítið því ég vissi ekki að það væri heilsufarsleg áhætta að borða hrossakjöt nema fyrir lægi nafn og númer föður og móður sláturdýrsins. Ekki fylgdi fréttinni að þetta væri samkvæmt tilskipun EES en lyktin leyndi sér ekki.
Ég sé nú ekki betur en kontóristadraumur íslenskra krata sé orðinn svo glórulaus heimska að íslensku mannlífi stafi bein ógn af ófögnuðinum. Einhverra óljósra ástæðna vegna virðist þessi draumur byggja á þeirri metnaðarfullu sýn að skipa íslensku fólki til sætis í sporvagni kerfisins meðvitundarlausu. Þangað verði það dregið eftir kennitölum í stað eyrnamerkjanna á lömbunum sem bændur nota sér til hagræðis í sláturtíð.
Það er óþarfi af krötunum að gera ráð fyrir því að íslenska þjóðin sé ófær um að hugsa fyrir sig þótt svo illa sé komið fyrir þeim sjálfum að þeir treysti útlendum kontórum betur til þess. Það er svo sem ágætt að viðurkenna eigin vanburði til ákvarðana en ósiður að ætla venjulegu fólki þá óhugnanlegu fötlun
19.4.2010 | 17:42
Musteri óttans í sjávarútvegsráðuneyti
Nýlega gaf ráðherra út 3000 tonna makrílkvóta fyrir smábáta og glaðnaði þá yfir mörgum eigendum trillubátanna. LÍÚ hafði í hótunum og hætti nefndarstöfum í sáttanefndinni og stöðvaði vinnu hennar. Komst upp með það. Núna voru sjómenn farnir að undirbúa makrílveiðar í net og farmur af netum er á leiðinni til landsins. En nú er komið babb i bátinn. Yfirmaður allrar laxveiði við Atlantshaf tók að óróast og sagði sjávarútvegsráðherra að það gæti hæglega slysast lax í þessi makrílnet og mæltist til þess að ósóminn yrði stöðvaður áður en laxastofninum í Atlantshafi yrði tortímtt.
-Það er nú barasta alveg sjálfsagt maður! svaraði Jón og gaf út reglugerð samstundis þar sem allar netaveiðar á makríl jafngilda mannsmorði eða nauðgun.
Fyrir allnokkrum árum urðu tveir trillukarlar uppvísir að því að hafa lagt ýsunet í ósastaumana svonefnda norður með Hegranesinu vestanmegin og fengið þar eitthvað af laxi handa sér í matinn. Lax gengur að sjálfsögðu upp í vesturós Héraðsvatna þarna og dreifist um hinar ýmsu veiðiár.
Við þessu var brugðist með því að banna ýsunet vestan við Hegranesið og málið var dautt.
Vandalaust hefði verið að banna makrílveiði í net á þeim svæðum þar sem lax gengur að hrygningarstöðvunum í ánum.
Óttinn við hina og þessa þrýstihópa virðist hafa tekið öll völd af þeim ágæta dreng Jóni Bjarnasyni. Það var mikið slys því hann á marga vini sem væntu mikils af honum og hann átti þess kost að breyta mannlífinu á landsbyggðinni frá örbirgð til hagsældar. Nú eru vonbrigði okkar vina hans orðin hálfgerð þjáning.