Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2013 | 11:51
Hrunið! - Hið svokallaða Hrun! - (eða bara) Gott strand!
Frá því er greint í munnlegum sögnum og annálum fyrri alda að fólkið sem bjó við hafnleysi suðurstrandar Íslands hafi mörgum happafeng bjargað í hús úr strönduðum skipum.
Sagt hefur verið í kaldhæðni um þessa hörmungaratburði að fólkið í Skaftafellssýslum hefði gjarnan skipt þeim upp í umræðunni eftir ábata og talað um "gott strand", þegar mikið náðist af matvælum og jafnvel koníaki og öðrum góðvínum sem venja mun hafa verið að bjóða upp á strandstað.
Nú eru meira en 5 ár frá því að verstu spár raunsærra manna um endalok útrásarbrjálseminnar og þenslunnar í byggingariðnaðinum rættust og forsætisráðherrann mætti klökkur í beina útsendingu.
Íslenskt efnhagkerfi hafði hrunið. Útrásin reyndist spilaborg og flestir pólitísku máttarstólparnir og gáfulegu ráðuneytisstjórarnir ásamt þungbrýndum embættismönnum stóðu uppi eins og keisarinn fatalausi í ævintýrinu.
Berrassaðir aular.
Ennþá eru þó sanntrúaðir hagvaxtartrúboðar að burðast með skurðgoð markaðshyggjunnar og tína saman efni í nýjan stall handa því að standa á.
Enn er sanntrúaður hugmyndafræðingur hægri manna á Íslandi að berja saman kenningu um að þetta "svokallaða Hrun" hafi verið hrekkur vondra manna sem þoldu ekki að sjá íslenska yfirburðamenn leggja undir sig efnahagskerfi vesturlanda.
Og flesta daga heyrum við fregnir af því að týndir og brottflúnir leikstjórar í hinum margbrotnu uppfærslum útrásartragikómedíunnar séu að skáskjótast til baka klyfjaðir fé sem þeim hafði með útsjónarsemi tekist að nurla saman og kjótla útfyrir landhelgina.
Og eru verðlaunaðir fyrir.
Af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá var þetta bara býsna gott strand þegar öll kurl eru komin til grafar.
1.10.2013 | 22:04
Það verður öllu fórnað til að tryggja veðhæfi aflaheimilda
Þessi ofanritaða ályktun sýnist mér vera kjarni fjárlagafrumvarpsins.
"Fjölskyldurnar fjórtán" eru í forgangshóp stjórnmálaflokkanna sem sigruðu í alþingiskosningunum s.l. vor.
Aukning aflaheimilda hefði við þessar aðstæður verið fyrsta val allra ábyrgra stjórnmálamanna.
Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 þurfti ekki að verða lífshættulegt.
Tugum milljarða í þjóðartekjum var fórnað fyrir hagsmuni örfárra útvaldra.
Aukning aflaheimilda hefði getað styrkt innviði heilsugæslunnar að mun og orðið mikilvæg næring fyrir atvinnuástand víðs vegar um land. Hefði auk þess minnkað álag á fæðuframboð beitarsvæðanna og skilað hærri meðalþyngd fiskistofna sem farnir eru að sýna fall í þroska eins og eðlilegt má telja við ofverndun.
Hvers vegna tekur þingheimur ekki fram fyrir hendurnar á þessum skelfilegu ógæfumönnum þjóðarinnar?
22.9.2013 | 13:13
Alþjóðleg ráðstefna um árangur íslenskrar fiskveiðistjórnar
Hingað er stefnt sjö hundruð vísindamönnum á vegum Alþjóðahafrannsónarstofnunarinnar.
Þeir eiga í upphafi að hlýða á fyrirlestur Ragnars Árnasonar, og að líkindum um þann stórkostlega árangur sem við, Íslendingar höfum náð í verndun og uppbyggingu þorskstofnsins.
Þetta er auðvitað skelfileg vitneskja.
Er það samkomulag allra fiskveiðiþjóða heimsins að byggja nýtingaráætlanir um auðlindir hafsins í hungruðum heimi á blekkingum?
Eða verður þessari ráðstefnu sjöhundruð vísindamanna gerð grein fyrir því að í þriðjung aldar hefur okkur ekki tekist að ná nema þriðjungi þess afraksturs sem lagt var upp með og að líkur bendi til að þorskstofninn sé að úrkynjast vegna vannýtingar á ofsetnum fiskimiðum?
10.8.2013 | 16:48
Fortíðarhyggja eða ........
Ég heyrði bókmenntapáfann Árna Bergmann segja frá uppvaxtarárum sínum í Keflavík. Hann var að ræða við fréttakonu á Rás 1 í morgunspjalli fyrir skemmstu og lýsti því þegar hann tók kornungur þátt í hinum ýmsu störfum sem krökkum úti á landi stóðu til boða fyrir laun. Ekki var á honum að heyra að þessi vinna sæti eftir í minningunni sem ánægju-eða þroskaefni.
Það var ekki fyrr en hann hóf nám í rússneskum háskóla sem það rann upp fyrir honum að sú reynsla sem hann bjó að í hinum ýmsu viðfangsefnum hversdagsins gaf honum áberandi forskot á samnemendurna sem aldrei höfðu þurft að takast á við verkefni dagsins né kynnst neinu því sem beið nemendanna eftir að námi lauk.
Er hugsanlegt að unga alþingismenn með ágæta skólamenntun skorti reynslu við raunveruleg störf í grunnatvinnuvegum okkar?
Það er ekki einleikið að LÍÚ- klíkan skuli enn geta haldið sértækum réttindum á nýtingu stærstu auðlindar okkar með atbeina pólitískra fulltrúa sinna á Alþingi.
Það væri óhugsandi ef ungir eldhugar í röðum þingmanna vissu hinn bitra sannleika - eða bara hluta af honum.
Vannýtt fiskveiðiauðlind um tugi milljarða er ekki boðleg staða hjá þjóð sem er að skera heilbrigðiskerfið niður fyrir lífshættuleg þolmörk.
Og einungis til að halda uppi fyrir útgerðarklanið, veðgildi aflaheimilda sem útvaldir fá að nýta en eiga ekki!
En auðvitað einnig fyrir bankana sem eiga veð í óveiddum fiski sem er verðlagður langt út í himinhvolfið.
Af hverju gefur ekki auðlindaráðherrann tafarlaust út tilskipun um frjálsar handfæraveiðar?
Svona sem fyrsta skref.
Við hvað er mannbjálfinn hræddur?
13.6.2013 | 15:55
Þjóðmenning og móðursýki
Hún hefur lengi verið undarleg umræðan í samfélagi okkar þegar hugtakið þjóðmenning heyrist nefnt. Það er blátt áfram eins og einhverjar stíflur bresti vegna yfirþrýstings og undireins byrjað að tala um þjóðernishyggju og þjóðernisrasisma. Menning er afar rúmt hugtak og einfalt til skilgreiningar og þjóðmenning er það svo sannarlega líka.
Þjóðmenning er tengt rótgrónum hefðum og siðum þjóða og þjóðlanda og mörg dæmi um ólíkar hefðir hjá grannþjóðum.
Við skulum rækja skyldur við þjóðmenningu okkar enda þótt ástæðulaust sé að endurvekja sóðaskap, illmennsku og aðra þá ósiði sem tengdust örbirgð, einangrun og fáfræði.
Það er áreiðanlega ekki heldur tilgangur þessara áforma.
Vonandi nær stjórnarandstaðan ekki að festast í bjánaskap og móðursýki.
Ath. Þetta er ekki ritað af stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar.
Líka til kleinur í Póllandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2013 | 18:19
Hvað skyldi það eiga eftir að draga mikil útgjöld úr ríkissjóði að veiða ekki þessa síld?
Sú var tíð að íslenska þjóðin fagnaði þegar fiskur gekk á miðin og best þótti ef lífsbjörgin fannst sem næst landi. Þá brugðu við allir sem vettlingi gátu valdið og kepptust við að bjarga sem mestum verðmætum í land.
Nú er öldin önnur því nú eigum við vísindastofnun sem í er dælt milljörðum af almannafé svo hún geti hindrað dugandi menn í að sækja lífsbjörgina, draga hana á land og koma henni í verð.
Þessi vísindastofnun lítur svo á að hennar hlutverk sé að finna fiskinn og sjá um að hann verði sóttur´undir ströngu eftirliti svona ámóta og kassar á brettum inn í vörugeymslu.
Hlýði menn þessu ekki möglunarlaust eru þeir látnir fá til tevatnsins.
Hér gilda sko lög hvað sem réttlætinu kannski líður.
Þessir menn - og mikill hluti þjóðinnar - trúir því að þetta séu vísndi byggð á sjávarlíffræði.
Verst er þegar vísindamennirni skilja ekki að fiskur þarf súrefni og valda því að hann drepst með tilheyrandi útfararkostnaði.
Svo nú er þessi gjaldeyrisskapandi forði orðinn að grútardammi inni í grunnum firði og kallar á útgjöld frá ríkinu í stað þess að standa undir hluta af rekstri heilbrigðiskerfisins til dæmis.
Það verður víst ekki kosið um dómgreind eða bara þokkalega skynsemi núna í lok mánaðirins. Málið er bara þannig vaxið.
Botndýr rekur á land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stóriðja þar sem umhverfismat hefur litlu skipt og stórfelld hryðjuverk á íslenskri náttúru eru barmmerki þessa stjórnmálaafls frá fyrri tíð.
Samþjöppun aflaheimilda og varðstaða um skorttöku til hagsbóta fyrir einkavinaútgerðir.
Saga trilluútgerðarinnar Nónu á Hornafirði með tilheyrandi arðgreiðslur taldar í milljörðum og síðan afskriftir að vörmu spori.
Ætlar Framsóknarflokkurinn að opna fyrir frjálsar handfæraveiðar?
Á að gera þessa sögu upp og á að gera upp söguna sem geymd er á bak við nafnið: "Gift" og gera hana upp?
Ætlar Framsóknarflokkurinn að halda áfram við stóriðjuframkvæmdir án fullnaðarmats á umhverfisáhrifum?
Ætlar Framsóknarflokkurinn að breyta lögum um raforku - og jarðhitasölu svo ylræktarstöðvar með blóm og grænmeti verði stóriðja grænnar þjóðar í heimi þar sem spurn eftir matvælum vex gífurlega frá ári til árs ?
Framsóknarflokkurinn er pólitísk alvara til margra ára litið og full þörf á að horfa jafnt aftur sem fram.
Vegna þess að það er alkunna að sporin hræða og það er áreiðanlega alltaf til vandræða að ferðast með lík í skottinu.
Framsóknarflokkurinn er búinn að gera að nokkru upp við fortíðina með því að skipta um yfirmenn í brúnni.
En hann á heilmikið eftir óuppgert við fortíðina.
Og hann á eftir að segja okkur margt um það hver sýn hans til framtíðar er í fjölmörgum málum.
21.2.2013 | 16:08
Frétt sem lætur ekki mikið yfir sér en vert er þó að gaumgæfa
Fátt sýnist eðlilegra hjá þjóð sem byggt hefur tekjuöflun um langan aldur á fiskveiðum en kynning á atvinnuveginum í grunnskólum. Hinu er þó ekki að leyna að um þennan atvinnuveg og þá auðlind sem hann byggir á er ekki einhugur auk þess sem með nokkrum rökum má halda því fram að af hálfu stjórnvalda sé - og hafi lengi verið - beitt blekkingum af pólitískum toga.
Fulltrúar hagsmunasamtakanna LÍÚ hafa lengi haft sterk ítök í stjórn Hafrannsóknarstofnunar og hér er því haldið fram af fullum þunga að mat á árangri þessarar stofnunar sé beinlínis rangt og meira í anda blekkinga en raunveruleika.
Því er stöðugt haldið fram að það kerfi sem stýrir sókn í fiskistofna okkar með það að markmiði að styrkja þá, skili árangri; hafi gert það lengi og flestar fiskveiðþjóðir heims öfundi okkur af því!
Þetta er hin mesta firra. Fiskistofnar okkar hafa verið vannýttir svo að stór skaði hefur hlotist af.
Öllum ætti að vera í ferku minni afdrif síldarinnar í Kolgrafarfirði.
Það er alvarlegt mál ef fólk frá þessari stofnun er sent inn í grunnskóla landsins og dreifir röngum upplýsingum um stöðu og þróun fiskistofna okkar og árangur af stjórnun fiskveiða.
Þetta er ritað með þeim fyrirvara að skrifarinn hefur ekki verið á staðnum en byggir aðeins!! á reynslu sem hann telur sig hafa af boðskap þeirra vísindamanna sem hafa haft orð fyrir umræddri ríkisstofnun.
Kynningar á sjávarútveginum í grunnskólum landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2013 | 09:05
3 milljónir á mánuði og á lúxusjeppum
Þetta er yfiskrift greinar sem Helgi Vilhjálmsson framkvæmdastjóri í Góu ritar í dag í Fréttablaðið.
Upphaf greinarinnar:
"Vorið 2009 afhenti ég forsætisráðherra undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vildu taka til í lífeyrissjóðunum. Forsætisráðherra lofaði fundi en aldrei heyrðist í henni og ekkert gerðist. Alþingi hefur ekki hafið rannsókn á lífeyrissjóðunum, þó svo að það hafi verið samþykkt 63 gegn 0 að gera það. Ég hef birt auglýsingu í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en mér finnst það réttlátt að lífeyrissjóðirnir láti fé okkar renna í þá í ný og betri hjúkrunarheimili. Ég hef gagnrýnt stjórnendur sjóðanna um margra ára skeið, en sjálfur gekk ég í lífeyrissjóð árið 1964. Það er m.a. ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á lúxusjeppum."
Greinin er miklu lengri og ég hvet alla til að lesa.
Helgi Vilhjálmsson hefur gengið til liðs við stjórnmálasamtökin Hægri grænir og verður þar væntanlega í framboði til Alþingis.
Ég hef mikið velt því fyrir mér hvað ég eigi að kjósa og nú er ég að hugleiða hvort ég hafi efni á að kjósa ekki Hægri græna?
Allar leturbreytingar í þessu greinarbroti eru frá mér.
10.2.2013 | 17:52
Framsóknarflokkurinn enn á sömu slóðum
Ekki man ég hversu oft ég heyrði Halldór Ásgrímsson segja fyrir kosningar:
-Að sjálfsögðu munum við framsóknarmenn leitast við að tryggja sátt um stjórnun fiskveiða.
Hafna sértæku veiðigjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |