Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.2.2013 | 23:12
Að hverju er stefnt með þessari brjálsemi?
Er það virkilega svo að Hafró og sjávarútvegsráðuneyti hafi sammælst um að horfa á nytjastofna okkar kafna úr súrefnisskorti fremur en að veiða og grisja?
Ég verð undrandi ef ég reynist vera einn um þá skoðun að þetta flokkist undir umhverfisglæp.
Þess er skemmst að minnast að sýkt síld í umtalsverðu magni var friðuð á þessum slóðum til að hún gæti drepist án nytja.
Hversu miklum verðmætum ætli Hafró verði búin að sóa áður en stjórnvöld grípa í taumana?
Meiri síldardauði í Kolgrafafirði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2013 | 12:59
Nú þykir mér vera stungin tólg
Nú er komin niðurstaða í máli Breta og Hollendinga gegn íslenskum stórnvöldum.
Og nú eru pólitískir apakettir í óða önn að skilgreina dóminn og þær aðstæður sem leiddu til ákæru.
Það þarf líklega engum að koma á óvart að stjórnarliðar telji að sigurinn byggist á vel undirbúinni málsvörn okkar og að nú eigum við að fagna sameiginlegum sigri þjóðarinnar.
Hitt kemur kannski fleirum en mér á óvart að þessi sigur er að miklu leyti að þakka Davíð Oddssyni!
Og ég segi bara eins og ágætur fyrrum bankastjóri og ráðherra sagði gjarnan við likar aðstæður upp á vestfirskuna:
Ja, nú þykir mér vera stungin tólg!
22.12.2012 | 10:17
Rausnarlegt
Hornfirðingar fá veglega jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.12.2012 | 13:42
Hádegisfundur um brýnt samfélagsmál?
Er staða Sjálfstæðisflokksins og áhrif hennar á hugarástand Styrmis Gunnarssonar eitthvað sem skiptir máli fyrir þessa þjóð?
Svar mitt er nei og að svo búnu legg ég til að þessi skelfilegi klúbbur fái að lognast útaf hægt og hljótt án þess þó að þjóðin gleymi síðustu stjórnartíð hans og þeim sem þar komu við sögu.
Líklega er ekki mikil hætta á því.
Nauðsynlegt að opna flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2012 | 20:33
Gleymdu að borga Sementsverksmiðjuna
Óskiljanlegt að hvorki framsóknarmönnum eða sjálfstæðismönnum hugkvæmdist að velja fullorðið fólk til að sjá um sölu ríkiseigna.
Kannski hefði það getað orðið til þess að fyrirtæki eins og Sementsverksmiðjan hefði lent hjá fullorðnum mönnum og komist í arðbæra starfsemi?
12 milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2012 | 11:00
Dæmdur fyrir skjalafals!!!!!!
Ætli það sé algengt að fólk í stöðu ólöglegra innflytjenda sé dæmt til sektar og varðhalds fyrir skjalafals?
Eða er þetta ný hlið á íslenskri gamansemi?
Er maðurinn ekki áreiðanlega búinn að borga sektina?
Snjallt að afla ríkinu kostnaðar vegna 30 daga varðhalds á ólöglegum innflytjanda frá fjarlægum heimshluta.
Íraki dæmdur fyrir skjalafals | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2012 | 21:52
Hvað á að gera við vinnu stjórlagaþings og úrslit kosninganna?
Ég var frá upphafi mikill áhugamaður um stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrár eins og svo fjölmargir landar mínir.
Margt olli mér vonbrigðum í aðdraganda þess máls sem nú er að líkindum í lokaferlinu.
Mér var óskiljanleg ábyrgðarlaus afstaða forystu Sjálfstæðisflokksins sem lagðist gegn þessari vinnu valinna fulltrúa fólksins í landinu við að vinna drög að eigin stjórnarskrá.
Kosningar um þetta plagg stjórnlagaráðsins fara fram n.k. laugardag.
Það er sagt að sjaldan sé ein báran stök.
Nú láta á sér skiljast einn þekktasti fulltrúi stjórnlagaráðsins, Þorvaldur Gylfason og forsætisráðherra vor, Jóhanna Sigurðardóttir (vonandi fer ég rétt með nafnið) að þessi stjórnarskrárdrög - ef samþykkt verða - muni fá umfjöllun á Alþingi áður en þau verði lögð fyrir þjóðina í tengslum við komandi alþingiskosningar!
Það geti JAFNVEL farið svo að ástæða þyki til að breyta ORÐALAGI !
Það gengur svo fram af mér að ég var búinn að rita"orðalagy" áður en ég áttaði mig.
Ég krefst þess að Alþingi hunskist til og fari vel yfir öll atriði þessa plaggs og gefi sér til þess góðan tíma áður en meirihlutinn dirfist að leggja það fyrir þjóðina sem tillögu að nýrri stjórnarskrá.
Eigi þeirri vinnu að ljúka fyrir næstu alþingiskosningar þarf að vinna hratt og skipulega.
Ég mun að sjálfsögðu ekki svara fyrstu spurningunni á laugardaginn en reyni að baslast við að svara hinum. Ég vil nefnilega góða stjórnarskrá en ekki bara stjórnarskrá sem er kjaftshögg á sjálfstæðismenn.
Góð stjórnarskrá verður auðvitað aldrei samþykkt af sjálfstæðismönnum en það er ekki höfuðatriði og má aldrei verða megintilgangur.
11.10.2012 | 14:05
Stjórnarskrá fyrir Ísland á að vera sameiginlegt verkefni okkar allra
Stjórnarskrármálið hefur verið átakamál stjórnmálamanna allt frá því að umræða hófst um Stjórnlagaþing.
Sjálfstæðisflokkurinn tók þá ákvörðun að leggjast gegn þessari vinnu og reisa um hana heiftugar, pólitískar deilur. Það er reyndar ekki fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn taka afstöðu gegn vinnu við breytingar á þessu mikilvæga plaggi sem ævinlega þarf að vera lifandi og í sátt við það samfélag sem býr við fyrirmæli þess.
Mér er í nöp við pólitík sjálfstæðismanna en þeir eiga - og hafa alltaf átt - góða stjórnmálamenn innanum og samanvið; en óþarflega fáa miðað við pólitísk áhrif.
Þess vegna var það mikið óhapp að minni hyggju og afspyrnu-heimskulegt jafnframt að setja þessa mikilvægu vinnu stjórnlagaráðs í pólitískt uppnám.
Sjálfstæðismenn voru ekki of góðir til að taka þátt í að semja nýja stjórnarskrá enda þótt þeir hefðu að sjálfsögðu ekki fengið þar öllu ráðið - jafnvel fáu.
Ég held að stjórnlagaráðið hafi unnið mikla vinnu og góða í flestu efni en að betur hefði þó mátt gera og mér sýnist að tiltekinn hópur óhappamanna sem þar sat að störfum hafi fengið of miklu ráðið.
Mér sýnist þessi skoðanakönnun um stjórnarskrárdrög ætla að verða eitthvað annað en það sem hægt er að kalla þjóðaratkvæðagreiðslu; skil ekki almennilega það orðalag.
Það var vandalaust að setja þessi nýju drög í netkönnun og gefa þjóðinni þann tíma sem til þurfti.
Að smíða nýja stjórnarskrá má ekki falla undir skopmælið: "eins og það eigi að fara að drepa djöfulinn!"
En hvort var það af illgirni eða heimsku sem sjálfstæðismenn tóku þessa slysalegu stefnu?
Varla hvorttveggja.
28.9.2012 | 12:39
Stefnir á forystusæti!
Það var nú kominn tími til að fyrrverandi forystusveit Orkuveitu Reykjavíkur færi að hugsa sér til hreyfings á ný í stjórnmálunum. Hver veit nema að framsóknarmenn fari aftur að verða sýnilegir þar sem eitthvað feitt er á stykkinu? Það er mikið verk fyrir höndum hjá D og B að hreiðra um sig í fyrirtækjum þar sem ábata er von með góðu samkomulagi við pólitíska samstarfsmenn úr öðrum flokkum. Þetta er búið að vera hálfgert harðindatímabil.
Stefnir á forystusæti hjá framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2012 | 10:45
Þetta fólk er bara ekki í lagi
Það vefst ekki fyrir þessum snillingum að gera venjulegan Íslending orðlausan.
Hversu margir hafa verið keyptir fyrir þetta mútufé og eru orðnir eign jakkalakkanna þarna úti?
Líklega fleiri en margan grunar og ekki er ég orðinn undrandi á kappseminni við að troða okkur þarna inn með blíðmælum og blekkingum.
Ísland á meðal þiggjenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |