Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Meiningamunur um hagvaxtarhorfur

Aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-moon brá sér í heimsókn á Suðurskautslandið. Eftir heimsóknina líkti hann hlýnun andrúmsloftsins við neyðarástand sem yrði að bregðast við tafarlaust. Þetta vekur upp hjá mér ýmsar spurningar. Getur verið að maðurinn sé svo illa launaður eða fégráðugur að hann hafi þegið mútur fyrir yfirlýsinguna?

 Allmargir raunsæismenn í loftslagsmálum hafa staðhæft hér á blogginu að svona raus sé einvörðungu afurð vinstri vitfirringar sem eins og allir vita er hverri brjálsemi skaðlegri. Þá hafa aðrir staðhæft að þessi fíflagangur sé framinn af ómerkilegum mönnum sem láti borga sér fyrir af auðkýfingum. Auðvitað er ekki útilokað að sú sé raunin með Aðalritara S.Þ.

Ýmsir raunsæismenn af hægri væng stjórnmála hafa lýst ánægju sinni með meinta hlýnun og talið að ef hún eigi við rök að styðjast beri hún ekki annað með sér fyrir útrásarþjóðina Ísland en bullandi hagvöxt í allar áttir.

Nú er ekki annað sýnna en við Íslendingar leysum náttúruvísindamanninn Hannes Hólmstein frá störfum tímabundið og sendum hann til S.Þ. tafarlaust til að koma vitinu fyrir Aðalritara.

Það er nefnilega afar brýnt að stöðva þennan brjálaða Kóreubúa við niðurrifsstarfsemi hans áður en óbætanlegt tjón hlýst af fyrir t.d. Landsvirkjun.

Honum til föruneytis gæti verið ráð að senda nokkra af bloggurum þessa ágæta miðils.


Söknuður og þakklæti

Fallinn er Guðmundur Jónsson óperusöngvari.

Þetta er í mínum huga mikil frétt og jafnframt vekur hún upp margar góðar minningar. Guðmundur var risi í íslensku tónlistar-og menningarlífi um áratuga skeið. Hann var frábær söngvari og listamaður sem átti stórt rúm í hjörtum okkar sem komin erum yfir miðjan aldur.

Margir eiga eftir að minnast hans í ræðu og riti.

Ég minnist hans með miklu þakklæti og sendi ástvinum hans samúðarkveðjur. 


Kaldárdalur!

Hvar skyldi nú þessi Kaldárdalur vera! Líklega er hér átt við Kaldadal sem er nú þekkt ökuleið yfir sumarið.

Svona fréttir eru reyndar orðnar afar algengar í dag. Þessi aukna menntun (svonefnd) þjóðarinnar hefur skilað sér svo rækilega að nú má heita vonlaust að sjá frétt ritaða á óbrenglaðri íslensku. Lesnar fréttir missa gjarnan marks vegna þess að hlustandinn heyrir ekki nema hluta hennar en liggur öskrandi af hlátri vegna ambögusmíða sem dynja á honum.

Ekki lagast nú þegar fréttameistaranir grípa til gamalla máltækja. Þeim er oftar en ekki breytt svo snilldarlega að fátt er þar kunnuglegt. Og venjulega eru þau notuð í tenglum við efni eða ályktanir með öllu óskyldu upprunalegri merkingu eða þverstæðu.

Gamla horrollan sem orðin var vonarpeningur á bænum hefur öðlast reisn á ný á tungu þjóðarinnar. Nú er ungur pólitikus orðinn helsti vonarpeningur flokksins!


mbl.is Leitað að manni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegna aðdraganda óvæntra atburða

Borgarstjótnarmeirihlutinn sprakk með hvelli. Atburðarás að þeim tíðindum var óvænt og hraðari en svo að þeim sem hlut áttu að máli tækist að forða slysinu með opinskárri umræðu og drengskap.

Nú þegar nýir þættir þessa máls eru að gerjast dettur mér í hug ferskeytla sem ég hef lengi kunnað en líklega aldrei lesið á prenti. Þess vegna má vera að hún sé ekki að öllu rétt rituð hvað greinamerki áhrærir.

Ég hef nú um nokkra daga setið undir áskorun frá Hjördísi Kvaran Enarsdóttur þess efnis að setja inn vísu til að leyfa lesendum að spreyta sig á við að finna höfund. Mér finnst ég sjá skírskotun í vísunni til atburða liðinna daga.

Yfir flúðir auðnu og meins

elfur lífsins streymir.

Sjaldan verður ósinn eins

og uppsprettuna dreymir.

  Og nú er spurt: Hver er höfundur þessarar vísu sem ég tel vera í flokki þeirra bestu sem kveðnar hafa verið?  


mbl.is Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við stofnun eignarhaldsfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Raunir í borgarstjórn

 

Sumir léku sig í mát

-sárt er að klúðra plotti.

Bingi litli brast í grát

en Bjarni Ármanns glotti.

.........þá bugaðist Björn Ingi og féll grátandi í faðm Alfreðs Þorsteinssonar.

(Úr fréttum á Ruv.)


.....til að beita á lömbin fyrir slátrun


mbl.is Iðnaðarráðherra gæddi sér á lambakjöti sem alið er á hvönn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanmetin frétt

Frá því var skýrt að Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri Mjólku væri að kanna leiðir til að kaupa Mjólkusamlagið á Egilsstöðum. Ólafur hefur stýrt þessu fyrirtæki fjölskyldunnar með ævintýralegum árangri og vöxtur þess aukist jafnt og þétt. Þarna hefur hann orðið að berjast við afurðasölukerfi sem nýtur pólitískrar verndar og opinberra styrkja. Það hefur oft vakið undrun mína hversu litla umföllun þetta framtak hefur vakið hjá fjölmiðlum okkar. Auðvitað er of snemmt að spá fyrir um afdrif þessara metnaðarfullu áforma þó auðvitað megi það kallast kraftaverk að fyrirtækið skuli hafa náð að þróast af þeim þrótti sem raun ber vitni.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fátt yrði bændastéttinni til meiri hagsbóta en að stokka þetta opinbera kerfi upp. það ætti að gera með því að fjölga afurðastöðvum fremur en fækka. Með því að gefa bændum meira frjálsræði til að versla með eigin afurðir yrðu þeir meira meðvitaðir um eigin ábyrgð gagnvart markaðskröfum. Og til hvers er að auka menntun bænda ef hún nýtist einvörðungu til að bregðast við skipunum frá ríkistryggðu einokunarfyrirtæki?

Nú bíð ég eftir að stórhuga og framsýnir sauðfjárbændur krefjist þess að fá leyfi til að reka sláturhús af hæfilegri stærð í hinum dreifðu byggðum og keppast um innanlandsmarkaðinn.


Vor frjálslynda grasrót

Nú hefur spjallfundur okkar grasmaðkanna verið færður til. Fundinn átti að halda á Sægreifanum kl. 20 í kvöld eins og fyrra sinnið en Kiwanisfélagar skoruðu okkur á hólm og unnu staðinn handa sér.

Fyrir alla þá sem höfðu haft hug á- og hug til að mæta upplýsist að fundurinn verður á Grand Hotel í kvöld kl. 20,30.

Við vonum að fundurinn verði líflegur, en umfram allt málefnalegur og þjappi fólki saman eftir óneitanlega dálítinn óróa.

Lifi baráttan fyrir bættri stjórn fiskveiða, bættum hag landsbyggðarinnar og þar með þjóðarinnar! 


Snara í hengds manns húsi

Þeir eru greinilega komnir á sama menningarstig og þjóðin sem hlýðir á hátíðaræðurnar um hið "glæsilega og vel menntaða æskufólk." 

 


mbl.is Ísraelskir nýnasistar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri verslanir

Var að hlusta og horfa á fréttir Stöðvar 2. Þar kom fram að vöruverð í verslun Ikea er allt að 70 % hærra á Íslandi en í Svíþjóð! Þetta er útkoman úr handahófskenndum samanburði að sögn fréttastofunnar.

 Merkilegt!

Nýlega átti ég tal við mann sem var nýkominn heim eftir ársdvöl í Skotlandi ásamt fjölskyldu sinni. Ekki man ég nafnið á bæjarfélaginu sem taldi 100,ooo íbúa. Þar var EINN stórmarkaður og engin verslun með byggingavörur. Þar þótti ekki ástæða til vegna þess að til næstu borga var ekki nema hálftíma til klukkustundar ferð með lestum.

Er hugsanlega einhver skýring á háu vöruverði á Íslandi?   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband