Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.8.2007 | 00:46
Af áhyggjum og alvarlegum augum
Allt frá því framkvæmdir við Kárahnjúka hófust hefur þjóðin verið kölluð í tilfinningaleg uppþot á nokkurra mánaða fresti. Fyrir þessum uppþotum hafa staðið fréttablöðin ásamt Ríkissjónvarpinu. Ástæðurnar hefa verið fregnir af grófum mannréttindabrotum og jafnframt brotum á vinnulöggjöfinni frá A-Ö. Í viðtöl hafa verið kvaddir allir þeir sem málið varða af hálfu eftirlitsstofnana þjóðarinnar og allir hafa þeir komið af fjöllum. Jafnt á það við um pólitíkusa, ráðherra, forystumenn launþegahreyfinga, Vinnumálastofnun og vinnueftirlit. Allir hafa náttúrlega komið af fjöllum, enda eru fjöll víðar á þessu landi en norður af Vatnajökli. Og auðvitað hafa viðbrögðin ævinlega verið á einn veg. Hinir ábyrgu embættismenn, pólitíkusar og formenn eftirlitsstofnana hafa lýst áhyggjum og líta málið alvarlegum augum "ef satt reynist." Oll þjóðin hefur það fyrir satt að þarna setji atvinnurekendur, erlendir sem innlendir sér sín eigin lög og komist upp með það. Nú síðast varð þarna fjöldaslys fyrir nokkrum dögum. Í ljós kom að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem við sögu komu var óskráður! Þegar framkvæmdastjóri Vinnumálastofnunar mætti í viðtal í beinni útsendingu minnti hann á skóladreng sem mætir ólesinn í munnlegt próf. Eitt kunni hann þó utanað. Hann hafði áhyggjur af málinu og leit það alvarlegum augum"ef satt reyndist." Jóhanna félagsmála kom líka í viðtal og var mikið niðri fyrir eins og ævinlega. Hún sagði málið grafalvarlegt og hún hefði af því áhyggjur. Hún var ráðin í að skipa nefnd á næstu dögum til að fara ofaní þetta mjög svo alvarlega mál sem hún taldi það vera "ef rétt væri frá því skýrt." Nú hygg ég að öllum væri fyrir bestu að þjóðin yrði látin í friði vegna mannréttindabrota á starfsmönnum við Kárahnjúka. Við vitum öll að þar verður engu breytt héðan af. Enda ekki til þess ætlast, |
24.8.2007 | 22:07
Ábending um þvaglegg
Það er löngu vitað að mikilvægi hluta hefur ekkert með stærð þeirra að gera. Varla man ég dæmi um neinn þann hlut sem komið hefur viðlíka róti á sálarlíf þjóðarinnar og hinn margumræddi þvagleggur lögregluembættisins á Selfossi. Nú er það síðbúin ábending að þessu mikilvæga hjálpartæki réttlætisins verði komið fyrir á safni, t.d. Byggðasafninu í Skógum svo seinni tíma kynslóðir geti skyggnst inn í tækniheim löggæslu á Íslandi í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar. Jafnframt gætu afkomendur okkar þá líka skipst á skoðunum um notkun tækisins í gúrkutíð fréttaefnis. Líklega er nú of langt gengið að fara fram á að gripnum fylgi myndir af öllum þeim sem að málinu komu. |
24.8.2007 | 20:36
Söngur ferjumanna á Volgu
Ég missti af Óskastundinni hennar Gerðar G. Bjarklind á Gufunni í morgun og þótti það slæmt. Mér finnst alltaf gaman að þessum þætti því þar rifjast upp svo margt úr fortíðinni þegar útvarpið var eini afþreyingarmiðillin í sveitinni. Kunningi minn sem hefur þessa sömu áráttu sagði mér að ég hefði ekki misst af miklu. Eina lagið sem hafði að hans sögn verið hlustandi á var rússneska lagið, Söngur ferjumanna á Volgu sungið af Kór Rauða hersins. Laginu sagði hann að hefðu fylgt alúðarkveðjur til Sturlu Böðvarssonar frá einhverjum Jo Grimson á Írlandi. Ég trúi nú ekki öllu sem ég heyri. |
21.8.2007 | 19:11
Lakkrísmálið í Kína
"Fréttablaðið bregst Baugi" er fyrirsögn á bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar frá 19. þ.m. Ég vil hvetja alla þá sem áhuga hafa á að kynnast okkar spillingarlausa samfélagi að lesa þessa færslu. Þar á ég fyrst og fremst við síðustu athugasemdina sem er frá Erlingi Þorsteinssyni bloggvini mínum. Það vekur athygli mína að nafngreindir menn sakaðir um jafnalvarlega glæpi og þar er um að ræða skuli ekki krefjast dóms um meiðyrði. Þarna er nefnilega um að ræða þekkta embættismenn og stjórnmálaforingja sem ættu að telja mannorð sitt meira virði en svo að undir slíkum áburði verði setið. Hér er um að ræða annaðhvort geðsjúkan rógbera ellegar upplýsingar um stærsta misferli í viðskiptum sem ég hef séð dæmi um. Ekki tek ég afstöðu til raunveruleikans í þessu máli en áskil mér leyfi til grunsemda. |
10.8.2007 | 12:26
Ótrúlegt!
Getur verið að verðmæti skapist ekki með fyrirgangi og kjaftagangi? |
![]() |
Gengi krónu og hlutabréfa lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.8.2007 | 12:56
Hryðjuverk fjölmiðla.
Gefum okkur að þessar grunsemdir eigi stoð í veruleikanum. Hvað þá um rannsóknarhagsmuni? Ekkert er gerendum svona glæpa mikilvægara en vitneskjan um að grunur beinist að þeim. Sjálfgefið að fyrstu viðbrögð eru að grípa til allra varna, fara huldu höfði og forða sér hið bráðasta í öruggt skjól. Fréttagræðgi fjölmiðlanna hefur áreiðanlega forðað mörgum glæpamanninum frá handtöku. |
![]() |
Ræningja Madeleine leitað í Belgíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 23:42
Heyr fyrir þessu!
Ég er meira en lítið ánægður með nýjustu fréttir úr Ráðhúsinu. Að verðlauna þá sem sýna viðleitni til að minnka mengunina í borginni. Mér finnst þetta snjallt og sýna hug borgarstjórnar til þessa nauðsynjamáls. Og ég leyfi mér að vænta þess að þetta muni skila árangri. Fagleg vinnubrögð! Meira af svona. |
2.8.2007 | 07:53
Baugsmenn?
Alltaf er vafasamt að fullyrða mikið áður en rannsókn er lokið. En sterklega grunar mig að þarna hafi Baugsmenn verið að verki. |
![]() |
20 manns saknað eftir að brú hrundi |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
21.7.2007 | 23:56
Fegurð landsins
Eyddi kvöldinu í að skoða myndirnar hans Kjartans Péturs Sigurðssonar hérna á blogginu. Magnað hvað við eigum marga færa ljósmyndara á Íslandi. Ætli nokkurt land í víðri veröld eigi önnur eins myndsvið og Ísland? Jafn stórbrotna fegurð í öllum andstæðunum? Maður verður agndofa, já bergnuminn af því einu að sjá þetta land í svipmyndum ljósmyndarans. Allt í einu blasti við Kárahnjúkasvæðið og þó aðeins hluti þess. Jafnframt stórvirku vinnuvélarnar sem stjórnvöld okkar buðu þetta land til nauðgunar. Rétt eins og innrásarherjum er í þakklætisskyni gefið veiðileyfi á konur í borgum sem sigraðar hafa verið. Þessi myndbrot skullu á mér eins og hamslaust þrumuveður á sólskinsdegi. Hvenær ætli við sjáum sóma okkar í að hætta þessum djöfulskap gegn landinu okkar? Þurfum að skapa framlegð, auka útflutningsverðmæti, atvinna, þjóðartekjur. Erum að fórna litlu fyrir mikið!!!!! Hversu mikið frumkvæði hefði mátt leysa úr læðingi hjá vel menntaðri þjóð ef allir milljarðarnir sem lagðir voru til rannsókna og byggingar Kárahnjúkavirkjunar hefðu verið boðnir til nýsköpunar á landsbyggðinni? Hversu margar ræður hafa verið fluttar á hátíðastundum þar sem boðskapurinn hefur verið sá að menntun þjóðarinnar sé besta fjárfestingin? Ég hlýt að leggja ofurkapp á að sem flestir viti að þessi virkjun og stóriðjubröltið í kringum hana er í fulla óþökk mína. Ég verð að láta afkomendur mína vita það fyrst og fremst. Ég er nefnilega svo hræddur um að ef það verður ekki á hreinu þá muni þeir eftir einhverja áratugi grafa skrokkinn á mér upp og misþyrma honum. Ég ætla að minnsta kosti að vona að sú mannræna verði í einhverjum þeirra. |
16.7.2007 | 18:41
Veruleikafirring
Þessi friðun refsins á Hornströndum er eitt dæmi af mörgum um þá veruleikafirringu sem nú gengur yfir þessa þjóð. Einhverjar sprenglærðar mannleysur sem aldrei hafa borað í nefið hjálparlaust telja sig vera að vinna umhverfi og lífríki gagn með friðun sem kollvarpar öllu jafnvægi náttúrunnar. Hvernig er hægt að búast við því að raunverulegir umhverfisverndarsinnar fái að vinna í friði þegar svona er komið? Það eru alltaf rónarnir sem koma óorði á brennivínið. Og er hægt að búast við því að kynslóð sem fær sinn veruleika gegnum lestur á Harry Potter og horfir svo á stjörnustríðsmyndir þess á milli sé fær um að taka ákvarðanir um jafn mikilvæga hluti og þetta? Það er áríðandi að þeir örfáu fulltrúar okkar á Alþingi sem eru sæmilega jarðtengdir taki sem fyrst í taumana og stöðvi þessa djöfuls vitleysu. En auðvitað sáu allir heilvita menn þetta fyrir. |
![]() |
Breytingar á fuglalífi í Hornbjargi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |