Línur að skýrast í ríkisstjórn

Mér sýnist línur óðum vera að skýrast í ríkisstjórn okkar þessa dagana. Jón Bjarnason er að vaxa samráðherrum sínum yfir höfuð. Þeir smækka við hverja raun en Jón stækkar að sama skapi.

 


mbl.is Alþingis að semja frumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jón er flottur..

Vilhjálmur Stefánsson, 15.9.2011 kl. 23:21

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Vel að orði komist Árni!

Magnús Óskar Ingvarsson, 15.9.2011 kl. 23:51

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Jón er flottur málsvari okkar gegn flokksræði og foringjaræðinu!

Sigurður Haraldsson, 16.9.2011 kl. 00:50

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón er trúður og er endanlega að gera í brækurnar núna.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 00:56

5 identicon

Ég er búin að fá gaurinn sem reif húsið sitt á Álftarnesi til að koma á gröfuni og moka út úr Alþingi.  Ég lofaði að borga af gjaldeyrisláninu hans í eitt ár og mér finnst það gjöf en ekki gjald fyrir að sinna þessu erfiða verkefni, enda gengur hann að mjög erfiðu búi.

Þetta verður í beinn i á RÚV+ á morgun

Stebbi (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 01:13

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

flottur

Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2011 kl. 01:22

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú fær Jón að takast á við Obama ofan á allt hitt liðið.

Það er eins gott að karlinn dragi ekki af sér við súrmatinn og sviðin næstu dagana.

Árni Gunnarsson, 16.9.2011 kl. 15:04

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Seint mun ég falla flatur fyrir Jóni....en samanburðurinn er ekki sérlega beysin. Það eru þrír menn í ráðherraliðinu sem fremstir standa..Jón, Ögmundur og Guðbjartur...það er óhjákvæmilegt að nefna þá alla. Þó þessir verði annað slagið skoðanabræður mínir í einstökum málum, þá er gjáin ansi breið alla jafna

Haraldur Baldursson, 17.9.2011 kl. 03:35

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eiginlega get ég nú tekið undir þetta hjá þér Haraldur ef ég má treysta því að það fari ekki lengra. Það sem ég met mest við Jón er óbilandi þrjóska hans gegn aðildarumsókninni.

Árni Gunnarsson, 17.9.2011 kl. 09:44

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hvað er það sem þú óttast við esb.

of góðir vextir ???

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2011 kl. 10:21

11 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þar erum við sammála Árni...barátta Jóns er hreint ekki auðveld, en hann kvikar hvergi og heldur sínum þræði.

Enn vonar maður að hann gangi lengra amk í strandveiðunum, en hænuskref eru líka skref.

Haraldur Baldursson, 17.9.2011 kl. 10:42

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hef enga skoðun á vöxtum eða arði samfara inngöngi í ESB.

Ég hef einfaldlega aldrei haft þann skilning að tilvera okkar byggðist einvörðungu á arðsemi eða stundarhagsmunum yfirleitt.

Eiginlega hélt ég - og vonaði að svo niðurlægjandi hugsunarháttur væri úr sögunni á Íslandi.

Árni Gunnarsson, 17.9.2011 kl. 10:43

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Árni minn! Hvað er unnið með því að hamra á ráðherrum sem vitað er fyrirfram að þetta verður bara allt einhvernvegin. Alþingi er orðin eins og spennandi fótboltaleikur þar sem allt snýst um flottasta markið, hver brýtur á hverjum og að rífa kjaft við dómarann. Minna um hvernig leikurinn endar.

Ef að fólk heldur að Ríkisstjórn, hvaða ríkisstjórn sem er muni leysa mál fólks í landinu, þá er fólk að misskilja þetta hroðalega. Fólk þarf að gera þetta sjálft. Skapa félagsskap, starta hugmyndum og senda engin önnur skilaboð til yfirvalda enn að láta fólk afskiptalaust. Fólk þarf að skipuleggja sig og setja upp fyrir sjálft sig hvað þarf að gera.

Mál eins og strandveiðar, kvóti og verðtrygging er bara að mæta eins og rugli úr óðum manni. Ég er sammála að þessi "arðsemishugsun" er nýja tegundin af geðveikinni sem hefur haldið innreið sinni´inn í hinn "siðmenntaða" heim.

Aðildarumsókn er ekki tímabær. Kvótakerfi á að leggja niður. Strandveiðar á bara fólk að fá að stunda án íhlutunar nokkura sem hafa það að skálkaskjóli að "röð & regla" þurfi að vera á strandveiðum sem er bara argasta kjaftæði, og allir sem nenna að hugsa vita vel.

Ef lögin ein ákveða hverjir séu glæpamenn á íslandi, þá eru það nánast allir. Þingmenn mest og ráðherrar, útgerðarmenn og bankamenn, fyrirtækjaeigendur og verslunarmenn. Menn eru að hengja sjálfan sig í sýstemi sem þeir sjálfir eru hættir að skilja. Löginn eru orðin eins og Kóraninn, það fer eftir því hver les og hvað hann les, það getur orðið dauðadómur sem niðurstaða.

Íslendingar eru kanski gáfaðair enn barnalegri enn flestir þjóðflokkar. Og ekki eru þeir miklir mannþekkjarar, því þeir kjósa yfir sig hverja bulluna á fætur annari. Fiskur er seldur fyrir milljarða erlendis frá flotanum og skilar sér aldrei. Og það er fullkomnlega löglegt.

Landið er eins og verbúð fólks sem hefur lært að spila á þetta kerfi,og þeir sem búa þar eru jafn utangátta og maðurinn í "The Truman Show" sem vissi ekkert hvað var að gerast í kringum hann.

Fólk þarf að fara að vakna upp og spyrja sjálfan sig HVAÐ það vill láta stjórna sínu lífi. Ekki HVERJIR. Það þarf að hafa eftirlit með störfum þingmanna, ráðherra og yfirvalda. Þá stýrist landið af lýðræði.

Óskar Arnórsson, 18.9.2011 kl. 11:17

14 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér fyrir góða athugasemd Óskar. 

Hvað síðustu ályktun þína áhrærir þá er það óleyst verkefni hvernig við getum komið á virku eftirliti með framkvæmd stjórnskipunar. 

Og kannski hefði það verkefni eitt og sér nægt þjóðfundinum margumrædda og stjórnlagaráðinu svo í framhaldi.

Þetta verkefni mun í það minnsta aldrei verða leyst af manndómi af stjórnsýslunni sjálfri né á neinum kontórum embættismanna.

Hvenær munu embættismenn stjórnsýslu verða gerðir ábyrgir? Ábyrgur verður enginn á Íslandi nema að hann þurfi að óttast embættismissi og/eða launaskerðingu/eftirlaunaskerðingu.

Hjörtu embættismanna eru ekki í brjóstum þeirra heldur í brjóstvösum eða rassvösum og umbúðirnar úr sútuðu svínsleðri með gylltu letri.

Árni Gunnarsson, 18.9.2011 kl. 14:36

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það gildi mismunandi neyt-enda vaxtakjör í Ríkum EU og mismundani verðbólgur og mismundi neytenda kröfur, mismunandi lífeyrissjóðkerfi. EU miðstýring tryggir bara að vextir séu ekki of lágir ef það kemur á samræmingu í öllum ríkjum verndar fyrir hruni þar sem það er nauðsynlegt. Öll eru ríkin að keppast um að auka vsk hjá sér. Heildar vsk. í öllum Ríkunum EU bókast svo sem heildartekjur EU, á móti USA og Kína GDP.  

Júlíus Björnsson, 19.9.2011 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband