Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.9.2010 | 23:21
Land hinna klikkuðu karlmanna og kókaínæðin
Þær eru ekki margar blaðagreinarnar sem ég hef klippt út og safnað gegn um árin. Þó las ég í dag grein í Fréttablaðinu sem ég klippti út og ætla að geyma. Og að sjálfsögðu er ég að ræða um grein Andra Snæs Magnasonar sem ber fyrirögnina: Í landi hinna klikkuðu karlmanna.
Þessi pistill er auðvitað ein samfelld snilld hvað texta áhrærir auk þess að vera viturlegasta innlegg í pólitíska umræðu fjölmiðla sem mér hefur borið fyrir augu um nokkuð langa hríð.
Ég ætla að sleppa allri endursögn en hvet alla þá sem vilja skoða úttekt á stóriðjudraumum Íslendinga með einhverri gagnrýni til að lesa þessa grein Andra Snæs. Það er nefnilega afar slæmt að gera sig þráfaldlega sekan um að hylla heimskuna með húrrahrópum og gera hróp að fólki sem leyfir sér að skoða fleiri hliðar en þær sem hin altæka heimska hefur gert að trúarbrögðum heillar þjóðar.
Það er reyndar líka minnst á kókaín þarna!
Ég gef mér það - og ekki að ástæðulausu að þessi færsla mín muni af einhverjum verða færð mér til háðungar í safnrit álvera - og stóriðjuunnenda. Það eru bara hefðbundin viðbrögð margra þeirra sem setja = táknið á milli atvinnutækifæra og stóriðju og þekkja ekki önnur hugtök og skárri en ál þegar atvinna er nefnd.
Önnur spá mín og jafnvel trúverðugri er sú að fæstir hægri menn og konur hafi kjark til að lesa þennan pistil Andra Snæs til enda.
Það gæti orðið þeim svipað áfall og konunni sem búin var að eyða hálftíma frammi fyrir speglinum í forstofunni áður en hún fór í partíið og öskraði að endingu til bónda síns:
"Hvar í helvítinu gastu grafið upp þetta spegilsræksni fíflið þitt?"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
11.9.2010 | 11:09
Nýjar upplýsingar um störf sáttanefndarinnar
Nú voru þeir Einar Kr. Guðfinnsson og Guðmundur Franklín að keppast við það að vera sammála um það á Útv. Sögu að bera lof á tillögur sáttanefndar um breytingar á stjórnun fiskveiða.
Einari var mikið niðri fyrir þegar hann talaði um þessa sáttaleið sem hann taldi mikla snilldarlausn.
Og í tengslum við það kom hann inn á það að "hvað eftir annað hefði verið kallað eftir "samræði" um nýtingu þessarar auðlindar.
Hver fjandinn var eiginlega þarna í gangi?
Var það þá kynlífsorgía eftir allt saman?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2010 | 12:48
Hugmyndasnauð ríkisstjórn afturhalds
Það stendur ekki upp á hinn unga og framsækna formann Sjálfstæðisflokksins þegar verk ríkisstjórnarinnar ber á góma. Sjálfstæðismenn hafa lengi haft ráð undir rifi hverju þegar kemur að atvinnusköpun og þá auðvitað líka að skapa framsækinni sköpunarþörf vinsamlegt umhverfi.
Eða er ekki svo?
Það tók íslenskt samfélag nokkra mánuði að losna við ríkisstjórn sem starfaði undir forystu Sjálfstæðisflokks og lauk með metnaðarfyllstu brotlendingu vestrænnar hagsögu.
Nú er rætt um landsdóm fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar og eitthvað segir það um siðferðið í stjórnmálaforystu umrædds stjórnmálaflokks.
Ríkisstjórn Geirs H. Haarde vann fyrstu "björgunarafrekin" eftir hrun og stýrði mótun atvinnulífs.
Hún stýrði líka vaxtastefnu sem allir - og meira að segja sjálfstæðismenn skilja að getur haft úrslitaáhrif í nýsköpun.
Stóriðja sem byggir útsölukjörum á vistvænni orku er ekki metnaðarfull hugmyndafræði utan Sjálfstæðisflokksins. Þeir sem engin ráð hafa önnur ættu að hafa hægt um sig og forðast stóryrði ens og fjandann sjálfan.
Eftir situr að þessi ríkisstjórn er vond ríkisstjórn að dómi þess sem hér tók til máls.
Bjarni: Hugmyndasnauð afturhaldsríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 12:50
Tímamótadagur á Íslandi
Þetta eru óóóóótrúlegar fréttir!
Huuuuugsið ykkur, hver hefði trúúúúúúað þessu?
Nú breytist sko allt, blátt áfram aaaaallt.
Við sjá um fram á nýja tíma og nýtt Ísland.
_____Loksins.____________
En svona i alvöru talað. Er þetta aumingja fólk svo allslaust að það trúi því að einhverjum þyki það fréttir þótt skipt sé um andlit á svona samkundu?
Og ég spyr enn: Hvernig stendur á því að fjölmiðlar gera þessum bjálfum það til geðs að mæta á Bessastaði og taka með andköfum viðtöl við þetta fólk og mynda það í bak og fyrir?
Eitthvað kostar nú bara bensínið á bílana.
27.8.2010 | 17:46
Kvótasvindlið og makrílstríðið
Svolítið vandræðalegt fyrir Skotana að vera uppvísir að "rányrkju" og kvótaglæpum í upphafi ógnvænlegrar styrjaldar við íslenska sjóræningjaforingjann Jón Bjarnason.
Alvarlegast er þó ef þessir skosku krimmar hafa hrakið þennan geðþekka fisk út úr eigin lögsögu með ofbeldisfullri misnotkun.
Að því ógleymdu að ekki er ólíklegt að þessir stofnar hafi beðið óbætanlegan skaða.
Við Íslandingar erum svo varfærnir í þessum efnum að við verndum fárveika síld svo hún geti háð sitt dauðastríð óáreitt.
Viðurkenndu kvótasvindl á Skotlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2010 | 06:45
Til hamingju Ólína!
Ólína kjörin formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.8.2010 | 14:55
Súrefnisskortur ráðherra
Inn á Útvarp Sögu hringdi í morgun kona nokkur sem nefndi sig Guðrúnu ef ég man rétt. Hún var óánægð með framgöngu Steingríms J. í ríkisstjórninni og upplýsti að hún hefði "að sjálfsögðu" alltaf kosið V.g.
Hún velti upp þeim möguleika að óskiljanlegir vanburðir Steingríms stöfuðu af súrefnisskorti. Hann væri búinn að vera fangi Samfylkingarinnar og geymdur undir pilsum Jóhönnu Sigurðardóttur svo lengi að hann væri tekinn að þjást af súrefnisskorti.
Mér finnst þetta nú afar langsótt skýring og varla viðeigandi að hafa svona lagað á orði í útvarpi.
En svona okkar á milli sagt: Getur þarna verið skýring á ýmsu sem illa gengur að fá botn í?
24.8.2010 | 18:16
Misskilningur ríkisstjórnarinnar
Jóhanna forsætisráðherra segir Jón Bjarnason misskilja hvort við séum í aðlögunarferli eða - eða hún segist halda það!
Stærsti misskilningur ríkisstjórnarinnar er að ætla að stjórna Íslandi í andstöðu við sína umbjóðendur.
Sá misskilningur er reyndar jafn gamall ríkisstjórninni
9.8.2010 | 10:12
Skilaðu umboðinu Jóhanna!
Nú hefur kanadiskur fjárfestir keypt HS orku gegn um skúffufyritæki í Svíðjóð. Ríkisstjórnin stendur agndofa enda þótt það sé upplýst að málið hefur verið á borði fjármálaráðherra frá því í fyrrahaust.
Margir virðast hafa haldið að íslensk lög og reglugerðir EES heimiliðu ekki fjárfestingar í íslenskum orkufyrirtækjum öðrum en íbúum innan EES svæðisins.
Hverju barni má vera ljóst að ef skúffufyrirtæki í EES landi upphefur þessi lög er ástæðulaust að hafa þau.
Nú hefur komið í ljós að efnuð kínversk fjölskylda er búin að eignast hlut í útgerð á Álftanesi!
Ríkisstjórnin er agndofa og setur málið í nefnd.
Lög eru sett á Alþingi árið 2001 þar sem sett er bann við því að tengja lánasamninga í íslenskum krónum við erlenda mynt. Fulltrúar frá fjármálafyrirtækjum andmæltu kröftuglega í undirbúningu þessara laga. Íslenskir bankar höfðu þessi lög að engu og nú hefur Hæstiréttur dæmt alla lánasamninga af þessum toga ógilda- að sjálfsögðu!
Davíð Oddsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Ingibjörg S. Gísladóttir, Einar Kr. Guðfinnsson, Björn Bjarnason, Árni Matth. Pétur Bl. svo ýmsir þeirra sem sátu enn á Alþingi og í Seðlabankanum á tímum hrunstjórnanna séu nefndir. Öllum kemur þetta á óvart! Reyndar segist Valgerður Sv. hafa vitað þetta allan tímann!
Ágætu lesendur þessarar síðu: Er það ekki lágmarkskrafa okkar sem kjósum okkur fulltrúa á löggjafarþing íslensku þjóðarinnar að þessir fullrúar okkar viti hvaða gildi þau lög hafa sem þeir sjálfir setja okkur og þjóðinni og standi um þau vörð?
Mér finnst ég hafa rétt til að krefjast þess að Jóhanna Sigurðardóttir kalli ríkisstjórnina saman, gangi síðan á fund forseta íslenska lýðveldisins og skili inn umboði sínu ekki seinna en fyrir næstu helgi.
Stjórnsýsla af þessum toga er engri þjóð boðleg.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (52)
2.8.2010 | 14:34
Ingibjörg Sólrún ekki formaður
Þetta er niðurstaða sem við Íslendingar hljótum að fagna. Ég er sammála þeirri ályktun sem Grétar Mar fyrrverandi alþingismaður sendi Mannréttindanefnd S.þ.
Það væri okkur Íslendingum til aukinnar háðungar ef formaður rannsóknarnefndarinnar væri fyrrverandi ráðherra okkar úr ríkisstjórn sem hlotið hafði ámæli Mannréttindanefndarinnar fyrir brot á mannréttindum.
Brotaþolarnir hafa ekki enn fengið þær bætur sem í áliti nefndarinnar var mælt fyrir um.
Ingibjörg Sólrún ekki formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |