Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
2.3.2011 | 12:51
Stóri bróðir óbilandi á vaktinni
Alltaf stendur stóri bróðirinn í kerfinu vaktina sína. Nú get ég ekki lengur séð verðið á pakkningunum þegar ég kaupi í matinn. Ég hef heyrt mikið rætt um þetta í fréttunum og jafnframt lesið í blöðum að þetta sé okkur neytendum afar mikilvægt. Ég hef að vísu ekki skilið eitt einasta orð í öllum þeim útskýringum.
Og greinilega er svona ástatt um fleiri en mig.
Mestu máli skiptir þó auðvitað að þarna er rándýr og vel mönnuð stjórnsýslustofnun að verki við að gera okkur lífið erfitt.
Það ber okkur að þakka.
Kvarta til Samkeppniseftirlitsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2011 | 11:34
Óskapleg viðkvæmni er þetta
25 ára fangelsi fyrir hótanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2011 | 10:01
Ísinn brotinn?
Leggja fé í ylræktarver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.2.2011 | 11:08
Ráðgefandi stjórnlagaþing
Nú eru spekingarnir búnir að velta ofan af sér gæruskinninu og komnir með niðurstöðu. Stjórnlagaþingið heimsfræga sem nærri var búið að kollvarpa íslenskri stjórnsýslu skal vera ráðgefandi samkvæmt nýrri fregn af ósköpunum.
Það er bara svoleiðis!
Það stóð afar tæpt að þetta þing næði að verða staðreynd og éta lög og siðareglur okkar andvaralausu þjóðar upp til agna. Þökk sé Jóni Steinari & co í Hæstarétti fyrir að sjá við voðanum í tíma.
En nú stendur til að skipa þetta stjórnlagaþing og gera það bara "ráðgefandi!"
Stóð eitthvað annað til, - gat þessi hópur nokkurn tíman orðið öðruvísi en ráðgefandi,? auðvitað ekki.
Eftir að búið er að ákveða það að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands með breytingar að markmiði er í raun öll þjóðin orðin stjórnlagaþing. Öllum er að sjálfsögðu heimilt að koma hugmyndum sínum á framfæri til þingfulltrúa og síðan til alþingismanna. Stjórnlagaþing setur ekki þjóðinni nýja stjórnarskrá og þess vegna var frumhlaup Óðins Sigþórssonar og í kjölfarið inngrip hæstaréttar glórulaus heimska og gráthlægilegt asnaspark.
Stjórnarskránniverður ekki breytt fyrr en eftir ítarlega umfjöllun alþingis og tvennar alþingiskosningar. Tillögur stjórnlagaþings munu verða ræddar, tættar í sundur og hrærðar saman við hinar og þessar uppskriftir hvaðanæva að.
Hæstiréttur sýndi aðeins af sér í þessu máli að hann er skipaður af þeim stjórnmálamönnum sem í engu vilja slaka tl með endanlegt vald alþingis.
19.2.2011 | 16:28
Teboðsmálfar?
Hvernig gefa mæður börnum sínum á brjóst?
Eru mæðurnar hættar að gefa börnum brjóst og farnar að nota einhverjar nýjar græjur? Eða eru blaðamenn hættir að skrifa venjulegt mál? Kunna þeir kannski ekki lengur íslenskt mál?
Teboðshreyfingin hjólar í brjóstagjafir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2011 | 18:17
Hlýnun jarðar
Nú ætlar gufan okkar að fjalla um áhrif hlýnunar jarðar á heiminn eftir kvöldfréttirnar.
Eru þeir orðnir gufuvitlausir þarna á gufunni? Hversu margir sjálfstæðismenn og aðrir sanntrúaðir hægri menn munu þurfa á áfallahjáp að halda ef það á að viðurkenna hlýnun jarðar í ríkisútvarpi?
3.2.2011 | 21:22
Innan við 300 milljónir í skatt af 70% kvótans!
Nú var ég að lesa það hér á blogginu að 70 einstaklingar (ættu) 70% fiskveiðikvótans.
Tekjur 45 milljarðar og innan við 300 milljónir í skatt.
Eru þetta réttar upplýsingar?
31.1.2011 | 17:14
Aflaheimildir,upplausn og gjaldþrot
Það eru miklar líkur á að alþingismaðurinn úr brúnni á Kleifaberginu hafi rétt fyrir sér um uppausn og gjaldþrot. Það er í það minnsta vonandi að þessi innköllun - ef af henni verður - geri ábyrgðarlausum og siðlausum útgerðarmönnum það ókleift að ræna arðinum út úr atvinnugreininni, skuldsetja hana á móti arðráninu og fá svo skuldirnar afskrifaðar.
Það væri hinsvegar mikið slys ef eitthvað það yrði aðhafst með þessum boðuðu breytingum sem gerði vel reknum útgerðum svo erfitt fyrir að upplausn og gjaldþrot færi að blasa við.
Á því er hinsvegar ekki hin minnsta hætta.
Margir rakkar LÍÚ hafa tekið til máls um þetta hér á bloggsíðunum og talað eins og þeim hefur verið boðað að ætti að gera.
Það er vonandi að þeir haldi því áfram. Ekkert styður góðan og réttlátan málstað betur en heimskir andmælendur og illa upplýstir.
Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.1.2011 | 12:51
Fjölmenningarstraumarnir eru ekki ókeypis
Ætluðu að hálshöggva og skjóta blaðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2011 | 13:42
Nú líkar mér bara vel við Jóhönnu
Það verður ekki við það unað að lýðræðishatur sjálfstæðismanna ráði íslenskri stjórnsýslu og hindri það að valdinu verði þokað til fólksins.
Það fer ekki milli mála að LÍÚ náhirðin með pilsfaldakapitalismann í farteskinu ætlar ekki að una því að fólkinu í landinu verði fært meira vald. Þetta er þeim því meira kappsmál sem það er orðið ljósara en áður að nú er það unga fólkið hér í suðvesturþéttbýlinu sem farið er að ofbjóða sukkið kring um stórútgerðirnar og krefst þess að auðlindinni verði skilað.
Þetta stjórnlagaþing mun verða að raunveruleika áður en langur tími líður. Við Íslendingar erum ekki orðnir uppnæmir fyrir því að þurfa að borga svona smáræði fyrir kvótagreifa íhalds og framsóknar.
Ný stjórnarskrá fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |