19.9.2011 | 13:25
Kynjakvóti?
Afsakið, hvar og hvenær hafa þessar ágætu konur í starfshópnum kvatt sér hljóðs í tengslum við vöxt og viðkomu svartfugls?
Og hvernig má það vera að ég hef hvergi rekist á nöfn þessara ágætu karla heldur í sömu tengingu?
Mikið óskaplega þekki ég marga af vettvangi þessa máls sem ég treysti betur til að sinna þessu erfiða verkefni.
Skipar starfshóp um svartfugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2011 | 12:30
Kardimommubærinn?
Man eftir strákhnokka sem kom til okkar hjóna í sveitadvöl á sjöunda áratugnum. Hann brást hinn versi við þegar honum var sagt að gera eitthvað sem honum þóknaðist ekki, settist á gólfið og svaraði hortugur: "Ég geri bara það sem mér sjálfum sýnist."
Okkur þótti óvænlega horfa og hringdum í móðurina sem taldi ekki ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur. Drengurinn hefði verið nýbúinn að sjá leikritið Kardimommubæinn og tekið þessi viðbrögð upp eftir ræningjunum í leikritinu.
Drengurinn er í dag þjóðkunnur listamaður.
En það hefur mikið breyst á Íslandi síðan Kardimommubærinn var fyrst sýndur.
Atvinnuleysisbætur þekktust að vísu en þeir sem ekki sinntu kalli ef vinna bauðst voru umsvifalaust sviptir bótunum.
Nú þykir víst ekki tiltökumál að neita vinnu sem býðst vegna þess að það sé svo miklu þægilegra að vera bara á atvinnuleysisbótum.
Af 140 starfsmönnum sem ráða þurfti í sláturhús Norðlenska á Húsavík og Höfn eru 90 útlendingar!
Hafa ræningjarnir í Kardimommubænum haft óafturkræf samfélagsleg áhrif hér?
Eigum við ekki að taka upp annað umræðuefni en kreppuna á Íslandi?
Vilja ekki vinna við slátrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2011 | 23:17
Línur að skýrast í ríkisstjórn
Mér sýnist línur óðum vera að skýrast í ríkisstjórn okkar þessa dagana. Jón Bjarnason er að vaxa samráðherrum sínum yfir höfuð. Þeir smækka við hverja raun en Jón stækkar að sama skapi.
Alþingis að semja frumvarpið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2011 | 22:08
Lögmál Móður jarðar
Lítil klausa í Helgarblaði Fréttablaðsins vakti athygli mína nokkuð umfram aðrar fréttir þessa dagana. Þar segir frá því að yfirvöld í Bólivíu hafi lagt fram lagafrumvarp sem mun veita náttúrunni sömu réttindi og manneskju!
"Eitt umdeildasta atriðið er talið réttur náttúrunnar til að verða ekki fyrir áhrifum af stórum mannvirkjum og þróunarframkvæmdum sem gætu raskað jafnvægi lífríkis eða velferð íbúa."
Hvað ætli hún Valgerður á Lómatjörn hefði sagt ef svona tillaga hefði verið lögð fram á Alþingi þegar hún var að semja við forsvarsmenn Alcoa um álver á Reyðarfirði og undirbúa Kárahnjúkalónið?
Nú er vatnið í Lagarfljótinu farið að gruggast verulega og fiskgengd að stöðvast.
Margir bændur í nágrenninu eru greinilega orðnir uggandi um að lífríki fljótsins hafi verið stefnt í hættu og skaðinn óbætanlegur.
En hvað varðar framsækna nýlendu Rio Tinto um fisk og lífríki í ám þegar verið er að fóðra hagvaxtarræfilinn?
Mikið skelfing var það nú annars ljótt að taka myndir af saklausum börnum við að syngja fagnaðarsöngva til heiðurs þessum djöf... náttúruböðlum við vígsluhátíðina.
Bót í máli að eiga á myndbandi staðfestingu á því hverjir báru ábyrgð á þessu verki og heimskulegan ánægjusvipinn á andlitunum varðveittan til varnaðar komandi kynslóðum.
Frumbyggjar Andesfjalla líta á náttúruna og jörðina sem miðpunkt alls lífs.
Íslenskir pólitíkusar hafa fram til þessa litið á náttúru þessa lands sem ónýtta auðlind og keppst við að koma henni í verð fyrir erlendan gjaldeyri sem fyrst.
Ekki hafa þeir heldur verið smámunasamir við val á kaupendum.
9.9.2011 | 11:50
Gamla, góða heygarðshornið
Getur hugsast að Sámur frændi hafi selt hergögn og komið nærri þjálfun yfirmanna í fangabúðum?
Bandaríkjamenn hafa ekki orð á sér fyrir að vera smámunasamir þegar kemur að því að afla tekna með sölu hergagna, þar með talin efnavopn.
Undarlegt er það ef allar sögur af vestrænum hugvitsmönnum um pyndingaraðferðir sem notaðar eru við yfirheyrslur í einræðisríkjum eru ósannar.
Og ekki held ég að gömlu evrópsku nýlenduveldin sem ESB- sinnar okkar þrá svo mikið að sænga með séu að þessu leyti hótinu skárri.
Frambjóðandi neitar brotum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2011 | 20:13
Fjöllin tóku jóðsótt......
Guðmundur Steingrímsson situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Áður var hann varaþingmaður Samfylkingar. Mörgum þykir mikið til þess koma að bæði faðir Guðmundar og afi voru formenn stjórnmálaflokks (Framsóknarflokksins) og auk þess gegndu þeir báðir starfi forsætisráðherra.
Það hefur tekið býsna mikið pláss í fréttum í gær og dag að Guðmundur Steingrímsson hafi látið verða af hótun sinni og yfirgefið Framsóknarflokkinn.
Þá hefur Guðmundur einnig gert því skóna að hann muni stofna nýjan stjórnmálaflokk "á miðjunni" og hvetur óánægða sjálfstæðismenn jafn sem aðra óánægða "miðju - og Evrópusinna" til að skipa sér undir merki hins nýja flokks.
Eru þetta mikil eða minnisverð tiðindi sem á einhvern hátt munu marka tímamót?
Ekki hef ég trú á því.
Mér finnst það nú varla taka því að hafa orð á þessu.
Ég hef ekki heyrt margar pólitískar fregnir sem tekið hafa minna pláss í mínum huga.
Mér finnst nefnilega Guðmundur Steingrímsson vera allslaus stjórnmálamaður.
7.8.2011 | 21:13
Sápukúluhagkerfin að gefa eftir?
Það er í rauninni grátbroslegt að sjá þessa pólitísku apaketti hnappa sér saman til að reyna að halda uppi sápukúlumarkaði iðnríkjanna.
Þessi grey eru náttúrlega ráðin til verksins og styrkt til pólitískra áhrifa af voldugum auðjöfrum.
Erfið vika framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2011 | 08:52
Hagnaður hjá Rio Tinto
Hagnaður þessa fyrirtækis jókst um 35% á fyrri hluta ársins! Það vekur athygli hversu ábatasamur þessi rekstur er þrátt fyrir að rekstrarskilyrði sýnist svolítið örðug. Hún er löng flutningaleiðin með súrálið norður til Íslands. Svo er líklega fjandans maus við að vinna þetta báxít, hreinsa það og breyta því í súrál. Getur verið að orkuverðið sé svona hagstætt? Eða, eru vinnulaun kannski ekki mjög há við báxítvinnslu?
Af hverju er íslenskum alþingismönnum ekki boðið til Jamaica að skoða báxítnámur og ræða við verkafólk?
Man einhver eftir því að verkamenn úr báxítnámum hafi komið í orlofsferðir til Íslands í boði Rio Tinto?
Getur verið að Rio Tinto sé að nota sér "þjála viðsemjendur" á Íslandi og Jamaica?
Hagnaður Rio Tinto eykst um 35% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2011 | 09:26
Fiskurinn hefur fögur hljóð - finnst hann oft á heiðum....
Það heitir "Samráðshópur um nýtingu helstu nytjafiska" fyrirbærið sem hefur komist að þeirri gáfulegu niðurstöðu að "nauðsynlegt sé að skoða aflareglu fyrir fleiri tegundir en þorsk og loðnu við úthlutun aflaheimilda."
Það er nú það.
Við þessa frétt væri svo sem ekkert að athuga ef ekki væri dregin ályktun af góðum árangri við að byggja upp sterka þorskstofna!
Hefur þessi samráðshópur ekki haft fregnir af þorskafla okkar Íslendinga fyrir daga kvótakerfisins?
Hefur hópurinn ekki kynnt sér þorskveiðar og veiðiráðgjöf í Barentshafi frá síðustu aldamótum?
Formaður þessarar nefndar er rektur Háskólans á Hólum í Hjaltadal og ég leyfi mér að spyrja:
Veit rektorinn hversu margir staðbundnir stofnar af þorski hrygna við landið og hefur hann fylgst með viðgangi þeirra?
Hefur veiðum verið stýrt með tilliti til þessara stofna hvers fyrir sig?
Nei.
Er það pólitísk stefna ríkisstjórnarinnar að smíða einhver endalaus öfugmæladæmi úr nytjastofnum okkar og blátt áfram ljúga til um árangur í stað þess að viðurkenna mistök sem kostað hafa þessa þjóð milljarðatugi eða hundruð milljóna?
Er þetta ekki bara refsivert?
Hvað um skaðabótaskyldu eða landsdóm?
Íhuga útvíkkun aflareglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.6.2011 | 12:26
Var nú á bætandi?
Það er ekki ofsögum sagt af fálæti þjóðarinnar í garð Alþingis og spurning hvort á það hafi nú verið bætandi.
Nú hefur Samfylkingin svonefnd sent þarna inn Baldur nokkurn Þórhallsson sem varamann fyrir Mörð Árnason.
Baldur er búinn að taka til máls einu sinni a.m.k.
Það er nóg.
Er til of mikils mælst að Samfylkingin dragi þennan fulltrúa sinn út af þingi áður en hann gengur fram af fleirum?
Nýtum ekki tækifærin innan EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |